Sveitalubbar í New York Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 11:00 Leikstjórinn Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira