Með ólík verk á Ufsiloni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2014 11:00 "Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Ragnheiður Maísól. Fréttablaðið/GVA „Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16. Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er með nokkrar ljósmyndir sem ég tók þegar ég var að sitja yfir á Feneyjatvíæringnum. Ekki samt af listaverkum á tvíæringnum sjálfum heldur af stólum sem voru í kring um mig dags daglega. Þeir breyttu um svip eftir sjávarföllum, veðri og sólarstöðu,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, ein sexmenninganna sem sýna um þessar mundir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hin eru Emma Heiðarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir. Sýningin nefnist Ufsilon og á henni eru svo ólík verk sem teikningar af öpum, vídeóverk af skóm og sjálfsmynd einnar listakonunnar sem breytist eftir því sem líður á sýninguna. Ein listakonan vinnur með eigin myndir og fundnar og breytir þeim með lýsingu en eini strákurinn er talsvert karllægari. „Magnús er með valdainnsetningu sem er fókuseruð kringum byssu, eins og í góðri uppskrift að kynhlutverkinu,“ segir Ragnheiður Maísól hlæjandi. Hún segir verkin á sýningunni ekki unnin út frá neinu þema. „Það eina sem við eigum öll sameiginlegt er að við útskrifuðumst vorið 2013 úr Listaháskólanum og erum að stíga okkar fyrstu skref úti í hinum stóra heimi utan skólans,“ segir hún. Spurð hvort hún sé í fullri vinnu í listinni, svarar Ragnheiður Maísól: „Nei, ekki ennþá. Ég er að vinna í félagsmiðstöð og er líka í Sirkus Íslands en samt eyði ég mestum tíma í myndlistina. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Sýningin stendur til 24. mars og verður opin alla virka daga milli klukkan 10 og 16.
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira