Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Brjánn Jónasson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. mars 2014 12:00 Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. Fréttablaðið/GVA Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja. Fréttaskýringar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja.
Fréttaskýringar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent