Ákváðu að skrifa draugasögu í partíi Freyr Bjarnason skrifar 28. febrúar 2014 07:00 Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að undirbúa sameiginlega draugasögu. Fréttablaðið/GVA Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“ Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Glæpasagnahöfundarnir Yrsa og Lilja Sigurðardætur eru að skrifa draugasögu saman sem þær vonast til að komi út fyrir næstu jól. Hún fjallar um hjón sem hafa misst barnið sitt og fara til miðils. Málin taka óvænta stefnu þegar allt annað barn kemur inn á miðilsfundinn og sitja hjónin uppi með það. „Við ræddum þetta upphaflega í einhverju partíi. Við töldum okkur smellpassa sem svona skrif-dúó þar sem við bærum sama eftirnafn,“ segir Yrsa, spurð út í þetta óvænta samstarf. „Íslensk nöfn eru svo löng að það er varla hægt að koma tveimur nöfnum fyrir á bókakápu nema þá að sleppa titli. En núna getum við splæst eftirnafninu okkar saman og verið Sigurðardætur.“ Hún og Lilja hafa þekkst í um fimm ár, eða síðan Yrsa var á samningi hjá bókaforlaginu Bjarti þar sem Lilja er núna. Þær byrjuðu að skrifa söguna í janúar og hefur tilraunin gengið vel hingað til. „Hún er duglegri en ég en ég kem sterk inn bráðlega,“ segir Yrsa hress. Hún viðurkennir að það sé skrítið að skrifa í fyrsta sinn með annarri manneskju. „Það er kannski það sem gerir þetta skemmtilegt. Þetta er öðruvísi og mikil tilbreyting.“ Auk þess að skrifa með Lilju er Yrsa að undirbúa sína næstu bók sem á einnig að koma út um næstu jól. Um er að ræða fyrstu bókina í stuttri seríu þar sem ný persóna verður kynnt til sögunnar. Lilja hefur gefið út tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, auk þess sem hún samdi leikritið Stóru börnin sem var frumsýnt í fyrra við góðar undirtektir. Hún er einmitt með annað leikrit í undirbúningi sem hún ætlar að ljúka við í sumar. Lilja segir dásamlegt að vinna með glæpasagnadrottningunni Yrsu sem hefur átt hverja metsölubókina á fætur annarri. „Ég er auðvitað aðdáandi hennar og búin að vera lengi. Hún er frumkvöðull á sínu sviði í svona glæpahryllingi. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, óreyndan höfund, að skrifa með meistara eins og Yrsu.“ Það leggst vel í Lilju að skrifa í fyrsta sinn með öðrum. „Við erum rétt að komast í gang en þetta er strax að gera sig vel og við erum báðar orðnar dauðspenntar. Það er einmanalegt að skrifa einn en með því að vera tvær saman blandast það saman að skrifa og nautnin af því að lesa glæpasögu. Það kemur manni á óvart stundum það sem kemur frá hinni og það drífur mann áfram líka,“ segir hún. „Yrsa er alveg að hræða úr mér líftóruna.“
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira