Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mótmælendur hafa látið í sér heyra á Austurvelli undanfarna daga og mótmælt því að ríkisstjórnin ætli að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fréttablaðið/Valli Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira