Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Brjánn Jónasson skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Mótmælendur hafa látið í sér heyra á Austurvelli undanfarna daga og mótmælt því að ríkisstjórnin ætli að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Fréttablaðið/Valli Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðunum vilja 81,6 prósent landsmanna taka ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að láta þingmönnum eftir að útkljá málið í þingsalnum. Um 18,4 prósent vilja láta þinginu eftir að ákveða örlög aðildarumsóknarinnar. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok janúar sögðust 74,6 prósent vilja að atkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna verði haldin samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að viðræðum við ESB yrði slitið tafarlaust. Í ræðu á Alþingi benti Gunnar Bragi á að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti aðild að Evrópusambandinu.Afstaða landsmanna er nokkuð breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, þó meirihluti stuðningsmanna allra flokka vilji ljúka málinu með þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnstur stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu mælist meðal þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn verði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 51,9 prósent framsóknarmanna vilja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 48,1 prósent vildi það ekki. Nærri tveir af hverjum þremur stuðningsmanna hins stjórnarflokksins vilja kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Um 66,2 prósent sjálfstæðismanna vilja ljúka málinu með þeim hætti en 33,8 prósent vilja að þingmenn ljúki málinu í þingsal. Afgerandi meirihluti stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við ESB áfram eða slíta þeim, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Um 88 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna vilja þjóðaratkvæðagreiðslu og 88,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Pírata yrði gengið til kosninga nú. Stuðningurinn er jafnvel meiri meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 96,2 prósent. Mestur er hann hjá þeim sem styðja Bjarta framtíð, 94,6 prósent. Lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Um 83,3 prósent Reykvíkinga vilja skera úr um aðildarumsóknina í þjóðaratkvæðagreiðslu, en 80,6 prósent íbúa annarra kjördæma. Munurinn er innan skekkjumarka. Um 79,2 prósent karla vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarumsóknar Íslands og 84,1 prósent kvenna. Munurinn er einnig innan skekkjumarka. Enginn munur mælist á afstöðu fólks eftir aldri.AðferðafræðinHringt var í 1.309 manns þar til náðist í 805 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 26. og 27. febrúar. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eða slíta þeim? Alls tóku 93,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira