Litlir hlutir geta snúið öllu á haus Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2014 13:30 Kristinn e. Hrafnsson Vendipunktar eru viðfangsefni sýningarinnar. Vísir/Pjetur „Titill sýningarinnar vísar í eitt verk, en samt eru vendipunktar eiginlegt viðfangsefni sýningarinnar,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður en sýning með nýjum verkum hans verður opnuð í dag í Hverfisgalleríi klukkan fimm. „Með nýju verkunum er ég að velta fyrir mér sjónarhornum sem við höfum á heiminn og hvernig þau geta skyndilega breyst við lítið inngrip – það þarf ekki mikið til að þau taki breytingum,“ bætir Kristinn við. „Það er eitthvað sem hefur áhrif á það hvernig við sjáum hlutina og hvaða stefnu við tökum í lífinu. Hlutir eins og lítil snerting eða lítil viðbrögð geta snúið öllu á haus og það eru hugsanlega vendipunktarnir,“ útskýrir Kristinn, en sýningin er einnig unnin út frá siglingarfræði og stjörnufræði og ólíkum sjónarhornum á heiminn. „Þetta eru í grunninn mjög einfaldar hugmyndir, en ég leitast við að varpa einhverju ljósi á það hvernig við, eða að minnsta kosti ég, lítum á heiminn, hvort við horfum á hann innan frá eða utan frá og hvað það er sem ræður því sjónarhorni. Þetta er um það að horfa á heiminn hreyfast,“ segir Kristinn að lokum. Sýningin stendur til 29. mars. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Titill sýningarinnar vísar í eitt verk, en samt eru vendipunktar eiginlegt viðfangsefni sýningarinnar,“ segir Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður en sýning með nýjum verkum hans verður opnuð í dag í Hverfisgalleríi klukkan fimm. „Með nýju verkunum er ég að velta fyrir mér sjónarhornum sem við höfum á heiminn og hvernig þau geta skyndilega breyst við lítið inngrip – það þarf ekki mikið til að þau taki breytingum,“ bætir Kristinn við. „Það er eitthvað sem hefur áhrif á það hvernig við sjáum hlutina og hvaða stefnu við tökum í lífinu. Hlutir eins og lítil snerting eða lítil viðbrögð geta snúið öllu á haus og það eru hugsanlega vendipunktarnir,“ útskýrir Kristinn, en sýningin er einnig unnin út frá siglingarfræði og stjörnufræði og ólíkum sjónarhornum á heiminn. „Þetta eru í grunninn mjög einfaldar hugmyndir, en ég leitast við að varpa einhverju ljósi á það hvernig við, eða að minnsta kosti ég, lítum á heiminn, hvort við horfum á hann innan frá eða utan frá og hvað það er sem ræður því sjónarhorni. Þetta er um það að horfa á heiminn hreyfast,“ segir Kristinn að lokum. Sýningin stendur til 29. mars.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira