Spunatónleikar í Landnámssetrinu 6. febrúar 2014 08:30 Voces spontane MYND/Úr einkasafni „Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira