Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 10:30 Keppendurnir eru miklir ofurhugar og sýna listir sem eru sjaldséðar hér á landi. mynd/einkasafn „Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira