Vetrarhátíð í Reykjavík hefst á morgun 5. febrúar 2014 11:00 Frá setningarathöfn Vetrarhátíðar í fyrra. Fréttablaðið/Daníel Vetrarhátíð í Reykjavík verður sett annað kvöld og stendur hún til 15. febrúar. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum en yfirskrift hátíðarinnar er Magnað myrkur! Ljósalistaverk eftir innlenda og erlenda listamenn verða tendruð, ljósaviðburðir munu eiga sér stað um alla borg og verða byggingar og almenningsrými lýst upp með fjölbreyttum hætti. Jón Gnarr borgarstjóri mun setja Vetrarhátíð með því að tendra tíu ljósaverk samtímis annað kvöld klukkan 19.30 í garði Listasafns Einars Jónssonar. Að setningunni lokinni hefjast tónleikarnir Denver Calling Reykjavík sem eru samstarfstónleikar tónlistarmanna frá Reykjavík og Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Á tónleikunum stilla tónlistarmennirnir strengi sína saman og flytja tónlist hver annars. Íslensku tónlistarmennirnir eru Högni Egilsson, Lay Low og Snorri Helgason og frá Denver í Colorado í Bandaríkjunum koma Tyler Ludwick, Esmé Patterson og Jesse Elliott. Meginstoðir Vetrarhátíðar 2014 verða Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósalistaverk en aðrir skemmtilegir viðburðir hátíðarinnar eru til dæmis snjóskurður og heimsdagur barna. Nánari upplýsingar um dagskrárliði og dagsetningar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar vetrarhatid.is. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vetrarhátíð í Reykjavík verður sett annað kvöld og stendur hún til 15. febrúar. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, stórum sem smáum en yfirskrift hátíðarinnar er Magnað myrkur! Ljósalistaverk eftir innlenda og erlenda listamenn verða tendruð, ljósaviðburðir munu eiga sér stað um alla borg og verða byggingar og almenningsrými lýst upp með fjölbreyttum hætti. Jón Gnarr borgarstjóri mun setja Vetrarhátíð með því að tendra tíu ljósaverk samtímis annað kvöld klukkan 19.30 í garði Listasafns Einars Jónssonar. Að setningunni lokinni hefjast tónleikarnir Denver Calling Reykjavík sem eru samstarfstónleikar tónlistarmanna frá Reykjavík og Denver í Colorado í Bandaríkjunum. Á tónleikunum stilla tónlistarmennirnir strengi sína saman og flytja tónlist hver annars. Íslensku tónlistarmennirnir eru Högni Egilsson, Lay Low og Snorri Helgason og frá Denver í Colorado í Bandaríkjunum koma Tyler Ludwick, Esmé Patterson og Jesse Elliott. Meginstoðir Vetrarhátíðar 2014 verða Safnanótt, Sundlauganótt og Ljósalistaverk en aðrir skemmtilegir viðburðir hátíðarinnar eru til dæmis snjóskurður og heimsdagur barna. Nánari upplýsingar um dagskrárliði og dagsetningar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar vetrarhatid.is.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira