Móðurhlutverkið kemur við sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 15:00 Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum. Fréttablaðið/Stefán „Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi. Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi.
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira