Tíu tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 kynntar í gær Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Þessi fríði hópur var í gær tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður eftir mánuð. Fréttablaðið/Valli Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira