Heimilið frá mörgum ólíkum sjónarhornum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 14:00 Fréttablaðið/Valli hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik – er heiti sýningar sem opnuð verður í Norræna húsinu á morgun, laugardag, klukkan 18. Verkin eru eftir Norræna og grænlenska listamenn og unnin út frá hugleiðingum um heimili og heimkynni.Öll sækja verkin form sitt að einhverju leyti til bókarinnar.Níu Íslendingar eiga verk á sýningunni, einn þeirra er Áslaug Jónsdóttir bókverkamaður. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir hún. „Það er hægt að taka heimili fyrir á svo margan hátt, jafnvel með heimilisleysi. Heimilið er bæði umhverfis mann og innra með manni. Skandinavísku nöfnin á sýningunni eru bundin heimilinu en við Íslendingarnir höfum efnið víðara og fjöllum um heimkynni í okkar verkum.“Í tengslum við sýninguna munu tveir skandinavískir listamenn kynna list sína og verk á sunnudaginn klukkan 13.30.Hanne Matthiesen frá Danmörku flytur erindi sem hún nefnir „Artists‘ books – kunst og kommunikation“. Í myndskreyttu spjalli kynnir hún helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði listarinnar á dönsku.Marianne Laimer frá Svíþjóð nefnir erindi sitt: „Sidor med berättelser som fortsätter ut i skuggorna“. Hún segir frá listsköpun sinni og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og sagnagerð og er erindið á sænsku. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik – er heiti sýningar sem opnuð verður í Norræna húsinu á morgun, laugardag, klukkan 18. Verkin eru eftir Norræna og grænlenska listamenn og unnin út frá hugleiðingum um heimili og heimkynni.Öll sækja verkin form sitt að einhverju leyti til bókarinnar.Níu Íslendingar eiga verk á sýningunni, einn þeirra er Áslaug Jónsdóttir bókverkamaður. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning,“ segir hún. „Það er hægt að taka heimili fyrir á svo margan hátt, jafnvel með heimilisleysi. Heimilið er bæði umhverfis mann og innra með manni. Skandinavísku nöfnin á sýningunni eru bundin heimilinu en við Íslendingarnir höfum efnið víðara og fjöllum um heimkynni í okkar verkum.“Í tengslum við sýninguna munu tveir skandinavískir listamenn kynna list sína og verk á sunnudaginn klukkan 13.30.Hanne Matthiesen frá Danmörku flytur erindi sem hún nefnir „Artists‘ books – kunst og kommunikation“. Í myndskreyttu spjalli kynnir hún helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði listarinnar á dönsku.Marianne Laimer frá Svíþjóð nefnir erindi sitt: „Sidor med berättelser som fortsätter ut i skuggorna“. Hún segir frá listsköpun sinni og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og sagnagerð og er erindið á sænsku.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira