Listaverk ofin úr tískufatnaði gnægtasamfélagsins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2014 11:00 „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir sem síðar tók gráðu í textíllist við háskóla í Bretlandi. „Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er svolítill leikur í sýningunni, hún er unnin út frá pælingum um gallabuxur og boli sem voru fatnaður verkamanna en þróuðust síðan í að verða föt uppreisnargjarnra ungmenna með Marlon Brando og James Dean í fararbroddi. Síðar urðu gallabuxur og bolir tískufatnaður og eru enn,“ segir Anna María Lind Geirsdóttir myndlistarmaður um efniviðinn í listaverkum sem hún sýnir í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 um þessar mundir. Anna María er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður. Hún vinnur í vefstól og stundar spunagjörninga og kveðst hafa ofið verkin í SÍM-salnum sérstaklega inn í það rými. Hún klippir og sker niður notuð föt og vefur úr lengjunum. Gallabuxurnar eru bláar en bolirnir í mismunandi litum og draga verkin heiti sín af litunum.Verkin eru ofin með aðferð sem nefnist skekkt brekán.Fréttablaðið/ValliEn hvar lærði Anna María að vefa? „Ég lærði í vefnaðarskóla í Finnlandi fyrir mörgum árum. Hætti í háskóla og fór í vefnaðarskóla. Seinna útskrifaðist ég svo með MA-gráðu í textíllist frá háskólanum í Southampton í Bretlandi og hef tekið þátt í mörgum samsýningum á Norðurlöndunum og í Bretlandi.“ Síðast var Anna María með í útimyndlistarsýningunni Undir berum himni í Reykjavík síðasta sumar og á sama tíma sýndi hún á samsýningunni Muu maa/Another country í Finnlandi. Hún mun eiga verk á stórri samsýningu sem nefnist What is textil? og opnuð verður í Edinborg í byrjun febrúar. „Framlag mitt þar er tuskuveggteppi með rósabandi og annað úr ljósmyndum sem ég spann,“ lýsir hún. Hún er enn með rósabandsuppsetningu í vefstólnum sem hún kveðst ætla að halda áfram með en ekki enn hafa ákveðið hvert ívafið verður. „Annars er ég að hekla húfur fyrir þá sem hjálpuðu mér að setja upp sýninguna,“ segir hún að lokum.Sýningin verður opin alla virka daga frá klukkan 10 til 16 fram til 24. janúar.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira