Lífið getur líkst völundarhúsi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 10:00 Haraldur við uppsetningu á verkum sínum í Hafnarborg. Fréttablaðið/Stefán „Þetta eru bæði skúlptúrar og teikningar og ég er líka með verk í glugganum, sem liggur í hinu hárfína bili milli listheimsins og verslunargötunnar. Gegnumgangandi þráður í sýningunni eru mörk eða tálmar sem minna á kort eða hnit enda heitir sýningin H N I T,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður um verk á sýningu sem hann opnar í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Sverrissal á neðri hæðinni. Hann segir hnitin vísa í margar áttir, til dæmis í kortlagningu á lífi og tilfinningum sem líkst geti völundarhúsi, og sömuleiðis hugtakinu að fara „yfir strikið“, inn í persónulegt rými annars í einhverjum skilningi. H N I T er fyrsta einkasýning Haraldar í nokkurn tíma en hann er á meðal þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf um árabil. Hefur og haldið fjölda sýninga um víða veröld. Samhliða þessari sýningu kemur út bókverkið H O L D, sjálfstætt listaverk sem endurspeglar hugmyndir sýningarinnar. Að útgáfu bókverksins koma, auk Hafnarborgar, bókaútgáfan Útúrdúr og hönnuðurinn Ármann Agnarsson.Á morgun, 19. janúar klukkan 15 tekur Haraldur þátt í leiðsögn um sýninguna og ræðir við gesti um verk sín. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru bæði skúlptúrar og teikningar og ég er líka með verk í glugganum, sem liggur í hinu hárfína bili milli listheimsins og verslunargötunnar. Gegnumgangandi þráður í sýningunni eru mörk eða tálmar sem minna á kort eða hnit enda heitir sýningin H N I T,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður um verk á sýningu sem hann opnar í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði, nánar tiltekið í Sverrissal á neðri hæðinni. Hann segir hnitin vísa í margar áttir, til dæmis í kortlagningu á lífi og tilfinningum sem líkst geti völundarhúsi, og sömuleiðis hugtakinu að fara „yfir strikið“, inn í persónulegt rými annars í einhverjum skilningi. H N I T er fyrsta einkasýning Haraldar í nokkurn tíma en hann er á meðal þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf um árabil. Hefur og haldið fjölda sýninga um víða veröld. Samhliða þessari sýningu kemur út bókverkið H O L D, sjálfstætt listaverk sem endurspeglar hugmyndir sýningarinnar. Að útgáfu bókverksins koma, auk Hafnarborgar, bókaútgáfan Útúrdúr og hönnuðurinn Ármann Agnarsson.Á morgun, 19. janúar klukkan 15 tekur Haraldur þátt í leiðsögn um sýninguna og ræðir við gesti um verk sín.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira