Einlæg saga í eftirvinnslusúpu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 13:00 Ég ber nýfundna virðingu fyrir Ben okkar Stiller. The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
The Secret Life of Walter Mitty Leikstjóri: Ben Stiller Aðalhlutverk: Ben Stiller, Kristen Wiig, Sean Penn, Adam Scott og Shirley MacLaine. Þessi mynd kom mér vægast sagt hressilega á óvart. Í myndinni flakkar aðalsöguhetjan Walter Mitty, sem leikin er af Ben Stiller, milli dagdrauma og veruleika með tilheyrandi flóði af tæknibrellum. Það hefði verið mjög auðvelt að drekkja myndinni svo í eftirvinnslukaosi að hversdagslegu, einlægu stundirnar hefðu gjörsamlega týnst en það gerist þó ekki hér. Mér leið á tímabili pínulítið eins og þegar ég sá Tom Cruise fara á kostum í kvikmyndinni Magnolia og ég uppgötvaði að hann væri þrusugóður leikari í raun. Þannig líður mér með Ben Stiller eftir þessa mynd. Hann er afar trúverðugur sem einfarinn Walter Mitty sem hefur unnið á sama staðnum í sextán ár og ekki verið við konu kenndur. Hér tekur hann stórt skref fram á við, ekki bara í leik heldur ferst honum leikstjórnarhlutverkið vel úr hendi. Leikkonan Kristen Wiig stelur oft á tíðum senunni sem Cheryl Melhoff, konan sem Walter er skotinn í. Lágstemmdur sjarmi hennar er óviðjafnanlegur og er erfitt að taka augun af henni þegar hún birtist á hvíta tjaldinu. Hún er hárrétta manneskjan í þetta hlutverk og heilt yfir virðist leikaravalið vera nánast upp á tíu. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson ber af íslenska leikaraliðinu, að öllum ólöstuðum, og sýnir og sannar að hann gefur stærstu Hollywood-stjörnum nútímans ekkert eftir. Ég fylltist alls konar tilfinningum þegar ég horfði á þessa mynd og ekki bara gríðarlegri þjóðrembu enda Ísland í miklu aðalhlutverki í gegnum alla myndina. Ég hló, ég táraðist og umfram allt hafði ég mikla samúð með hetjunni okkar honum Walter. Ég hélt með honum allan tímann.Niðurstaða: Listilegt samspil drauma og raunveruleika sem hefði vel getað klikkað en svínvirkar.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira