Innlent

Pólski ferðamaðurinn fundinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Arkadiusz Pawel Maciag.
Arkadiusz Pawel Maciag.
„Hann er fundinn,“ segir varðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum. Pólski ferðamaðurinn Arkadiusz Pawel Maciag kom í leitirnar um hádegisbil í dag.

Engar upplýsingar fást um líðan hans eða ástand en víðtæk leit hefur staðið í alla nótt og morgun að honum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fannst Maciag í grennd við Keflavíkurflugvöll.

Vísir sagði frá því í morgun að þyrla Landhelgisgæslunnar var send á svæðið í nótt til að miða út farsíma mannsins. Það leiddi til þess að leitarsvæðið var þrengt.

Á annað hundrað leitarmenn tóku þátt í leitinni.


Tengdar fréttir

Leitin engan árangur borið

Víðtæk leit að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem hófst á Reykjanesi upp úr miðnætti, hefur enn engan árangur borið.

Víðtæk leit að ferðamanni á Reykjanesi

Víðtæk leit hefur staðið í alla nótt á Reykjanesi að Arkadiusz Pawel Maciag, liðlega fertugum pólskum karlmanni, sem er í heimsókn hjá vinafólki hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×