Einar Ágúst snýr aftur í Skítamóral Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. mars 2014 09:00 Hljómsveitin Skítamórall snýr aftur. Sveitin er nú fullskipuð og ætlar sér stóra hluti á árinu. fréttablaðið/stefán „Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
„Það er æðislegt að vera kominn aftur, þetta er algjör draumur. Ég hef voða lítið spilað á böllum undanfarin tíu ár,“ segir Einar Ágúst Víðisson, söngvari Skítamórals, en hann hefur snúið aftur í sveitina. „Það eru tíu ár síðan Einar Ágúst varð viðskila við hljómsveitina. Hann sótti tímabundið á önnur mið og við vorum í litlu sambandi á þessum tíma. Hann er á góðu róli í dag og það er frábært að fá hann aftur,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson gítarleikari sveitarinnar, betur þekktur sem Addi Fannar. Hljómsveitin hefur þó starfað með hléum undanfarin ár og bætti meðal annars við sig gítarleikaranum Gunnari Þór Jónssyni. Einar Ágúst var leynigestur á dansleik á Spot fyrir skömmu og voru viðbrögðin góð. „Viðtökurnar voru frábærar og menn fóru strax að skoða möguleikann á að fá Einar aftur inn í bandið,“ segir Addi Fannar. Nú þegar Einar er aftur kominn í hljómsveitina var strax farið í að semja lög og texta. „Öll næsta helgi er undirlögð í stúdíói og við gerum ráð fyrir að nýtt lag verði frumflutt fimmtudaginn 27. mars hjá Ívari Guðmunds,“ útskýrir Addi Fannar. Þeir félagar eru að vinna í nokkrum lögum sem gætu endað á plötu. „Ég veit ekki með plötu, plötusala er orðin eins og hún er í dag. Við ætlum allavega að gefa út nokkur lög. Það er þó aldrei að vita nema ný plata líti dagsins ljós.“ Skítamórall ætlar að vera virk á árinu og hefur nú þegar bókað fjölda tónleika. „Við erum búnir að bóka þessar helstu helgar í sumar og nú er verið að raða upp sumrinu,“ bætir Addi Fannar við. Fyrsti formlegi dansleikurinn með Einari verður á Spot laugardaginn 29. mars. „Þetta verður fyrsti formlegi dansleikurinn okkar sem fullskipað band á ný.“ Manstu alla textana Einar? „Þetta er að koma, ég þurfti að rifja þá upp. Ég þurfti líka að rifja upp lög sem ég samdi sjálfur,“ segir Einar Ágúst léttur í lundu.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira