Leikskólakennararnir í Pollapönk sigra Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 09:30 Flosi hitti Bonnie Tyler á keppninni í fyrra. Mynd/Einkasafn Fréttablaðið fékk Eurovision-sérfræðinginn Flosa Jón Ófeigsson, sem kom skemmtilega á óvart í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent, til að spá í Eurovision-spilin fyrir úrslitakvöldið sem fer fram í Háskólabíói í kvöld. Flosi byrjar daginn á músíkalskri líkamsrækt. „Ég kenni Eurovision-Zumba í Reebok Fitness klukkan 11 í dag en það er Eurovision-dagur í líkamsræktarstöðinni. Svo þegar ég er búin að svitna í því næ ég vonandi að fara í sturtu og mæta í fyrirpartí hjá FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, klukkan 17 á Mímisbar. Þar verður hlustað á nýja jafnt sem gamla Eurovision-slagara og menn spá í spilin. Þangað koma bæði Eurovision-gúrúar og þeir sem hafa gaman að keppninni,“ segir Flosi. Eftir partíið liggur leiðin í Háskólabíó að horfa á úrslitakeppnina. „Ég fæ að vera baksviðs og taka myndir en síðan ætla ég að njóta þess að horfa á keppnina. Ég mun síðan fagna með þeim sem vinnur, sama hver það verður, og styðja hann úti,“ segir Flosi sem ætlar á sjálfa aðalkeppnina í Kaupamannahöfn í maí. Enga fordóma - Pollapönk „Samkvæmt því sem maður heyrir í samfélaginu og að krakkar kjósi yfirleitt mest er ég ansi hræddur um að Pollapönk sigri þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af laginu. Ég er svo mikill dívu maður. Ég elska fólk með stóra rödd sem kann að syngja frekar en að dilla rassinum á sviðinu. En Pollapönkararnir eru með fallegan boðskap og eru leikskólakennarar sem er láglaunastétt á Íslandi. Þeir eru í fallegum búningum þannig að það er allt með þeim. Allir krakkar sjá litríka búninga og trommur og biðja foreldra sína um að kjósa þá. Ég er efnis um að algið virki í Köben en ef þeir eru með góðan, enskan texta gæti þetta hugsanlega virkað. Þá gætu allir Íslendingar farið út á keppnina í Henson-galla og hvatt þá til dáða.“Eftir eitt lag – Greta Mjöll „Þetta lag tikkar í öll boxin samkvæmt Eurovision-uppskriftinni. Fallegir flytjendur, sætt lag, vel sungið. Greta er er kannski engin dívusöngkona en það á kannski ekki við í þessu lagi. Maður fer að dilla sér við lagið þó þetta sé ekki teknólag. Fyrir mig mundi þetta lag virka best í Köben en á Íslandi virkar Pollapönk best ef litið er til boðskapsins.“Amor - Ásdís M. Viðarsdóttir „Þetta lag er öðruvísi. Maður fær það á heilann. Það er einhver Adele og James Bond-fílíngur í því. Ég veit ekki hvort þetta myndi virka í Köben en þetta er öðruvísi.“Von – Gissur Páll Gissurarson „Hann er klárlega besti söngvarinn í keppninni. Ég elska Eurovision-klisjur en í þessu lagi eru allar eurovision-klisjurnar sameinaðar. Þá festast gómarnir saman því maður er svo klístraður af sætindum. Hann segir Von mjög oft þannig að maður veit allavega hvað lagið heitir þegar flutningum lýkur. Mér finnst lagið bara ekki nógu gott, það er eiginlega hræðilegt. Ef einhver lélegri söngvari hefði sungið það hefði það ekki komist áfram.“Lífið kviknar á ný – Sigga Eyrún „Það byrjar rosalega vel. Þau eru með Eurovision-uppskriftina alveg á hreinu. Þau bjóða uppá hækkun, flott dansatriði og kemmtilega bakraddasöngvara sem sumir eru reynsluboltar. Lagið verður svolítið þreytt þegar líður á og svolítið flatt. Maður verður brjálaður að heyra þetta eftir smá tíma. Þetta lag greip mig fyrst þegar ég hlustaði á öll lögin en þegar ég hlustaði meira á það hugsaði ég að fólk yrði geðveikt á því.“Þangað til ég dey - F.U.N.K. „Þetta lag er ofarlega hjá mörgum, allavega unglingsstúlkum. Ég held að þeir muni tapa. Þetta eru sætir súkkulaðistrákar en þegar þeir reyna að dansa er það hallærislegt. Lagið grípur mig ekki.“ Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Fréttablaðið fékk Eurovision-sérfræðinginn Flosa Jón Ófeigsson, sem kom skemmtilega á óvart í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent, til að spá í Eurovision-spilin fyrir úrslitakvöldið sem fer fram í Háskólabíói í kvöld. Flosi byrjar daginn á músíkalskri líkamsrækt. „Ég kenni Eurovision-Zumba í Reebok Fitness klukkan 11 í dag en það er Eurovision-dagur í líkamsræktarstöðinni. Svo þegar ég er búin að svitna í því næ ég vonandi að fara í sturtu og mæta í fyrirpartí hjá FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, klukkan 17 á Mímisbar. Þar verður hlustað á nýja jafnt sem gamla Eurovision-slagara og menn spá í spilin. Þangað koma bæði Eurovision-gúrúar og þeir sem hafa gaman að keppninni,“ segir Flosi. Eftir partíið liggur leiðin í Háskólabíó að horfa á úrslitakeppnina. „Ég fæ að vera baksviðs og taka myndir en síðan ætla ég að njóta þess að horfa á keppnina. Ég mun síðan fagna með þeim sem vinnur, sama hver það verður, og styðja hann úti,“ segir Flosi sem ætlar á sjálfa aðalkeppnina í Kaupamannahöfn í maí. Enga fordóma - Pollapönk „Samkvæmt því sem maður heyrir í samfélaginu og að krakkar kjósi yfirleitt mest er ég ansi hræddur um að Pollapönk sigri þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af laginu. Ég er svo mikill dívu maður. Ég elska fólk með stóra rödd sem kann að syngja frekar en að dilla rassinum á sviðinu. En Pollapönkararnir eru með fallegan boðskap og eru leikskólakennarar sem er láglaunastétt á Íslandi. Þeir eru í fallegum búningum þannig að það er allt með þeim. Allir krakkar sjá litríka búninga og trommur og biðja foreldra sína um að kjósa þá. Ég er efnis um að algið virki í Köben en ef þeir eru með góðan, enskan texta gæti þetta hugsanlega virkað. Þá gætu allir Íslendingar farið út á keppnina í Henson-galla og hvatt þá til dáða.“Eftir eitt lag – Greta Mjöll „Þetta lag tikkar í öll boxin samkvæmt Eurovision-uppskriftinni. Fallegir flytjendur, sætt lag, vel sungið. Greta er er kannski engin dívusöngkona en það á kannski ekki við í þessu lagi. Maður fer að dilla sér við lagið þó þetta sé ekki teknólag. Fyrir mig mundi þetta lag virka best í Köben en á Íslandi virkar Pollapönk best ef litið er til boðskapsins.“Amor - Ásdís M. Viðarsdóttir „Þetta lag er öðruvísi. Maður fær það á heilann. Það er einhver Adele og James Bond-fílíngur í því. Ég veit ekki hvort þetta myndi virka í Köben en þetta er öðruvísi.“Von – Gissur Páll Gissurarson „Hann er klárlega besti söngvarinn í keppninni. Ég elska Eurovision-klisjur en í þessu lagi eru allar eurovision-klisjurnar sameinaðar. Þá festast gómarnir saman því maður er svo klístraður af sætindum. Hann segir Von mjög oft þannig að maður veit allavega hvað lagið heitir þegar flutningum lýkur. Mér finnst lagið bara ekki nógu gott, það er eiginlega hræðilegt. Ef einhver lélegri söngvari hefði sungið það hefði það ekki komist áfram.“Lífið kviknar á ný – Sigga Eyrún „Það byrjar rosalega vel. Þau eru með Eurovision-uppskriftina alveg á hreinu. Þau bjóða uppá hækkun, flott dansatriði og kemmtilega bakraddasöngvara sem sumir eru reynsluboltar. Lagið verður svolítið þreytt þegar líður á og svolítið flatt. Maður verður brjálaður að heyra þetta eftir smá tíma. Þetta lag greip mig fyrst þegar ég hlustaði á öll lögin en þegar ég hlustaði meira á það hugsaði ég að fólk yrði geðveikt á því.“Þangað til ég dey - F.U.N.K. „Þetta lag er ofarlega hjá mörgum, allavega unglingsstúlkum. Ég held að þeir muni tapa. Þetta eru sætir súkkulaðistrákar en þegar þeir reyna að dansa er það hallærislegt. Lagið grípur mig ekki.“
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira