Enski boltinn

Mancini eignar sér velgengi Manchester City í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City.
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City. Vísir/NordicPhotos/Getty
Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, segir það vera sér að þakka hversu vel City-liðið sé að spila í dag. Að hans mati eru það nefnilega leikmennirnir sem hann keypti sem eru að skila liðinu svona langt.

Manuel Pellegrini tók við City-liðinu í sumar og Manchester City hefur þegar skorað meira en hundrað mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Liðið komst einnig í fyrsta sinn upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni.

„Leikmennirnir sem eru að skora þessi mörg eru leikmenn sem ég keypti. Menn eins og Sergio Aguero, Edin Dzeko, Yaya Toure og David Silva," sagði Roberto Mancini við BBC.

„Ég tel að Pellegrini sé að skila góðu starfi en það sem er að gerast hjá Manchester City í dag er uppskera okkar vinnu fyrir þremur árum," sagði Mancini.

Roberto Mancini gerði Manchester City að enskum bikarmeisturum 2011 og árið eftir vann liðið enska meistaratitilinn. Hann missti hinsvegar starfið sitt í sumar eftir að liðið mistókst að vinna titil á síðustu leiktíð.

Vísir/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×