Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2014 20:45 Flutningaskipið er sigið að framan en útlit er fyrir að það hafi bakkað upp í fjöru. Mynd/Þorri Magnússon Flutningaskipið Green Freezer strandaði á skeri í Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út allt frá Vopnafirði til Hornarfjarðar. Skipið er 109 metrar á lengd, 18 metrar á breidd og var á siglingu inn fjörðinn þegar það strandaði. Skipið, sem er um fimm þúsund tonn að þyngd og með sautján áhafnarmeðlimi, var á leið inn fjörðinn að sækja afurðir. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á meðan beðið hafi verið eftir hafnsögumanni hafi komið upp vélarbilun með þeim afleiðingum að skipið hafi bakkað upp í fjöru. Skipið er stöðugt á strandstað og ekki hefur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því. Þá er skipið talið lítið skemmt. Þá var taug komið á milli skipsins og Vilhelms Þorsteinssonar, fjölveiðiskips Samherja. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang um ellefuleytið. Veður á svæðinu er gott. Akrafellið strandaði skammt frá þann 6. september. Uppfært 23:50Björgunarsveitarmenn hafa nú yfirgefið strandstaðinn og Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, sem var með fragtskipið í togi er einnig farið. Ljóst er að ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað fyrr en í fyrramálið, losni það ekki af sjálfsdáðum. Bæði skrúfa og stýri skipsins hafa orðið fyrir skemmdum. Útlit er fyrir að kostnaður við björgun skipsins valdi því að það verði ekki reynt í kvöld.Mynd/Vesselfinder.comHér má sjá feril skipsins en það mun hafa tekið einn hring í firðinum á meðan beðið var eftir hafnsögumanni.Mynd/Vesselfinder.com Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Flutningaskipið Green Freezer strandaði á skeri í Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út allt frá Vopnafirði til Hornarfjarðar. Skipið er 109 metrar á lengd, 18 metrar á breidd og var á siglingu inn fjörðinn þegar það strandaði. Skipið, sem er um fimm þúsund tonn að þyngd og með sautján áhafnarmeðlimi, var á leið inn fjörðinn að sækja afurðir. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að á meðan beðið hafi verið eftir hafnsögumanni hafi komið upp vélarbilun með þeim afleiðingum að skipið hafi bakkað upp í fjöru. Skipið er stöðugt á strandstað og ekki hefur orðið vart við leka inn í skipið né olíuleka úr því. Þá er skipið talið lítið skemmt. Þá var taug komið á milli skipsins og Vilhelms Þorsteinssonar, fjölveiðiskips Samherja. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang um ellefuleytið. Veður á svæðinu er gott. Akrafellið strandaði skammt frá þann 6. september. Uppfært 23:50Björgunarsveitarmenn hafa nú yfirgefið strandstaðinn og Vilhelm Þorsteinsson, skip Samherja, sem var með fragtskipið í togi er einnig farið. Ljóst er að ekki verður reynt að ná skipinu af strandstað fyrr en í fyrramálið, losni það ekki af sjálfsdáðum. Bæði skrúfa og stýri skipsins hafa orðið fyrir skemmdum. Útlit er fyrir að kostnaður við björgun skipsins valdi því að það verði ekki reynt í kvöld.Mynd/Vesselfinder.comHér má sjá feril skipsins en það mun hafa tekið einn hring í firðinum á meðan beðið var eftir hafnsögumanni.Mynd/Vesselfinder.com
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira