Innlent

Kirkjugesti vantar klósett

Bjarki Ármannsson skrifar
Akureyrarkirkja er vinsæl hjá ferðamönnum sem sækja bæinn heim.
Akureyrarkirkja er vinsæl hjá ferðamönnum sem sækja bæinn heim. Vísir/Pjetur
Aðstaða til að taka á móti ferðamönnum í Akureyrarkirkju er óviðunandi að mati Svavars Alfreðs Jónssonar sóknarprests, sem skrifar pistil um málið í nýja tölublaði Akureyri vikublaðs. Tugþúsundir heimsækja kirkjuna ár hvert og fer þeim fjölgandi.

„Til dæmis er aðeins eitt salerni í kirkjunni,“ skrifar Svavar. „Akureyrarkirkja er afar vinsæl til kirkjulegra athafna og þau sem hafa lagt á sig göngu upp tröppurnar til að skoða kirkjuna þurfa stundum að bíða úti drykklanga stund áður en þau komast inn.“

Hann segir að til að efla bæinn sem ferðamannastað þurfi ekki síður að lagfæra það sem fyrir er en að bæta við einhverju nýju. Eitt af því sem nauðsynleglega þurfi að laga sé aðstaða ferðafólks við kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins. Það að fjölga salernum við kirkjuna og komu upp húsaskjóli á borð við kaffihús sé í þágu samfélagsins alls.

„Þjónustan við ferðafólk í Akureyrarkirkju er ekki einkamál kirkjunnar,“ skrifar Svavar. „Það skiptir öllu máli fyrir ferðamannabæinn Akureyri að gestir hans fái góða þjónustu, hafi góða upplifun af að heimsækja viðkomustaði í bænum og haldi síðan heim með góðar minningar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×