Stæði fyrir fatlaða fjarlægt: Mistök hjá borginni Nanna Elísa Jakobsdótitr skrifar 20. júní 2014 07:00 Hvorki Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, (efri mynd) né Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri, (neðri mynd) geta útskýrt hvernig stæðið kom til. Hvorki Reykjavíkurborg né Bílastæðasjóður geta gefið skýringar á því hvers vegna stæði fyrir fatlaða við Hlemm var með jafnslæmu aðgengi og raun bar vitni. Stæðið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í síðustu viku. „Ég verð að segja að ég veit ekki hvernig þetta stæði kom til,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Hún tekur þó jafnframt fram að það sé í raun ekki í verkahring Bílastæðasjóðs að ákveða staðsetningu bílastæða fyrir fatlaða en sjóðurinn hafi eftirlit með þeim. „Þetta er alveg skelfilegt að sjá. Ekki bara að mælirinn, tunnan og merkið hafi allt verið fyrir heldur er þetta alltof lítið stæði og alveg við gangbraut.“Fjarlægðu merki og afmáðu málningu Stæðinu hefur nú verið breytt, skiltið fjarlægt og málningin afmáð. Tvö önnur stæði fyrir fatlaða eru nálægt því sem fjarlægt var. „Ég segi bara að þetta voru mistök. Þetta stæði var ekki boðlegt til að standa undir því að vera stæði fyrir fatlaða, uppá stærðina að gera og hvað þá að komast út úr bílnum.“ Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur heldur engar skýringar á því hvernig stæðið kom til. „Þetta hefur verið svona alltof lengi,“ viðurkenndi hann í samtali við Vísi. „Þetta var alls ekki í lagi. Það er alveg á hreinu.“ Ólafur telur aðstöðu fyrir fatlaða í borginni almennt mjög bærilega. Hann getur lítið tjáð sig um þá gagnrýni Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalags Íslands, að ferlinefnd sem starfar að samgöngumálum í Reykjavíkurborg sé óvirk og rödd fatlaðra heyrist því lítið í umræðu um samgöngumál borgarinnar. „Ég hef ekki sjálfur verið tengdur við þessa nefnd,“ útskýrir hann. „Við áttum ágætan fund með tveimur fulltrúum fatlaðra fyrir stuttu síðan en tiltekin nefndaskipan er eitthvað sem ég þarf að fá að glöggva mig á.“ Til stendur að setja upp hjólastæði í stæðinu. Tvö stæði fyrir fatlaða liggja ofar í götunni og eru þau talin nægja til að tryggja aðgengi fyrir fatlaða.Mynd/Pjetur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Hvorki Reykjavíkurborg né Bílastæðasjóður geta gefið skýringar á því hvers vegna stæði fyrir fatlaða við Hlemm var með jafnslæmu aðgengi og raun bar vitni. Stæðið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í síðustu viku. „Ég verð að segja að ég veit ekki hvernig þetta stæði kom til,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Hún tekur þó jafnframt fram að það sé í raun ekki í verkahring Bílastæðasjóðs að ákveða staðsetningu bílastæða fyrir fatlaða en sjóðurinn hafi eftirlit með þeim. „Þetta er alveg skelfilegt að sjá. Ekki bara að mælirinn, tunnan og merkið hafi allt verið fyrir heldur er þetta alltof lítið stæði og alveg við gangbraut.“Fjarlægðu merki og afmáðu málningu Stæðinu hefur nú verið breytt, skiltið fjarlægt og málningin afmáð. Tvö önnur stæði fyrir fatlaða eru nálægt því sem fjarlægt var. „Ég segi bara að þetta voru mistök. Þetta stæði var ekki boðlegt til að standa undir því að vera stæði fyrir fatlaða, uppá stærðina að gera og hvað þá að komast út úr bílnum.“ Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur heldur engar skýringar á því hvernig stæðið kom til. „Þetta hefur verið svona alltof lengi,“ viðurkenndi hann í samtali við Vísi. „Þetta var alls ekki í lagi. Það er alveg á hreinu.“ Ólafur telur aðstöðu fyrir fatlaða í borginni almennt mjög bærilega. Hann getur lítið tjáð sig um þá gagnrýni Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalags Íslands, að ferlinefnd sem starfar að samgöngumálum í Reykjavíkurborg sé óvirk og rödd fatlaðra heyrist því lítið í umræðu um samgöngumál borgarinnar. „Ég hef ekki sjálfur verið tengdur við þessa nefnd,“ útskýrir hann. „Við áttum ágætan fund með tveimur fulltrúum fatlaðra fyrir stuttu síðan en tiltekin nefndaskipan er eitthvað sem ég þarf að fá að glöggva mig á.“ Til stendur að setja upp hjólastæði í stæðinu. Tvö stæði fyrir fatlaða liggja ofar í götunni og eru þau talin nægja til að tryggja aðgengi fyrir fatlaða.Mynd/Pjetur
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira