Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Heimir Már Pétursson, Jón Hákon Halldórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. desember 2014 14:22 Ólöf er hér á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir/GVA Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25
„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22
Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01
Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28