Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 13:28 Einar K. Guðfinsson er sáttur að vera þingforseti áfram. Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“ Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira