Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2014 13:28 Einar K. Guðfinsson er sáttur að vera þingforseti áfram. Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“ Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segist hafa íhugað tilboð formanns Sjálfstæðisflokksins um að verða ráðherra vel og tilboðið hafi verið freistandi. Hann hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann vildi halda áfram að gegna embætti forseta Alþingis, enda væri það ein mesta virðingarstaða sem þingmanni gæti boðist. Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis er með mesta þingreynslu allra þingmanna flokksins og var strax orðaður við ráðherraembætti þegar fyrir lá að Hanna Birna hyrfi á braut eins og Bjarni Benediktsson hefur staðfest. En hann bauð Einari embætti sama dag og fyrir lá að Hanna Birna segði af sér og ræddi málin aftur við hann í gærdag. „Það varð svona niðurstaða mín eftir að hafa íhugað þetta mjög vel. Þetta var auðvitað mjög freistandi fyrir mig; að takast á við þetta nýja verkefni. En það var niðurstaða mín að ég vildi frekar gegna þessu starfi sem ég hef verið að gegna núna í rúmt eitt ár. Ég tel að þetta sé mesta virðingastaða sem einum þingmanni getur hlotnast, að vera æðsti yfirmaður sjálfrar löggjafasamkomunnar. Hann hafi fundið sig vel í því starfi og því fylgi mikil áhrif. Það hafi því verið hans ákvörðun eftir samráð við fjölskylduna sem hvatt hafi hann til að taka þá ákvörðun sem hann tók, að afþakka ráðherraembættið. En Einar hefur áður gengt ráðherraembætti, en hann var sjávarútvegsráðherra frá 2005 til 2007, jafnframt landbúnaðarráðherra 2007 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2008 til 2009. Hann var spurður hvort að hann vildi ekki takast á við þau læti sem fylgja því oft að vera ráðherra og hvort það væri meira „kósý“ að vera þingforseti. „Nei, aldeilis ekki. Það er ekki alltaf „kósý“ að vera þingforseti og oft langir dagarnir. En það er líka það sem er svo skemmtilegt við að vera í stjórnmálum. Maður veit aldrei sosum hvernig hver dagur muni verða. Ég var ekki búinn að fá nóg, sem sýnir sig í því að ég vildi verða ráðherra í upphafi kjörtímabilsins. Þá varð niðurstaðan önnur og ég er mjög þakklátur með það og mjög ánægður að það hafi orðið niðurstaðan, þegar ég horfi til baka.“
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira