Byggðastofnun býður ný lán eingöngu ætluð konum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira