Byggðastofnun býður ný lán eingöngu ætluð konum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Byggðastofnun hefur sett á laggirnar nýjan lánaflokk til þess að styðja við fyrirtækjarekstur kvenna. Lán eru veitt upp á allt að tíu milljónum þar sem slegið er af kröfum um veð fyrir lánum auk þess sem vextir af þessum lánum eru hagstæðari en gengur og gerist hjá Byggðastofnun. Lán þessi verða eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru í að minnsta kosti helmingseigu kvenna og undir stjórn kvenna. Þetta er liður Byggðastofnunar í því að sporna við einhæfu atvinnulífi á landsbyggðunum og skorti á atvinnutækifærum við hæfi vel menntaðs fólks af báðum kynjum. Því er settur á laggirnar þessi lánaflokkur fyrir fyrirtækjarekstur kvenna á starfsvæði þeirra í von um að ýta undir fjölbreyttari tækifæri fyrir konur í byggðum landsins. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, fagnar þessum nýja lánaflokki. „Ég styð allar góðar aðgerðir til að efla hlut kvenna í atvinnulífinu. Ef þessi lánastarfsemi leiðir til aukinna umsvifa kvenna vítt og breitt um landið og eykur tækifæri þeirra þá er það fagnaðarefni.“ Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir þetta marka tímamót í lánastarfsemi stofnunarinnar. „Þessu verkefni Byggðastofnunar er ætlað að ýta sérstaklega undir sprotafyrirtæki kvenna, en konur eru aðeins um 5% aðalumsækjenda um lán hjá stofnuninni. Í mörgum byggðum er vinnumarkaðurinn tiltölulega einsleitur og oft mjög kynskiptur. Lítil sprotafyrirtæki geta auðgað atvinnulífið og skapað ný störf til viðbótar við hefðbundin störf dreifðari byggða. Það á ekki síst við um konur sem sjá tækifæri til að skapa sér þannig störf við hæfi á þeim stað sem þær vilja.“ Fyrirtæki úti á landi sem eru í eigu kvenna eða er stýrt af konum eru í minnihluta þeirra sem eru í viðskiptum við fjármálafyrirtæki. Nokkrar ástæður eru taldar fyrir því, karllægur vinnumarkaður á landsbyggðunum, karlar séu ráðandi í stjórnun fyrirtækja og að lánareglur henti illa stærð og tegund fyrirtækja sem konur reka. Verkefnið er aðeins lánshæft leiði það til aukinnar atvinnusköpunar kvenna á landsbyggðunum. Lánin sem veitt eru úr þessum flokki eru frá einni milljón króna til tíu milljóna. Ekki er gerð krafa um veð á lánum upp að fimm milljónum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira