Lífið

Sjáðu Beyoncé og Jay Z við Skógafoss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Beyoncé sést hér ganga úr þyrlu við Skógafoss.
Beyoncé sést hér ganga úr þyrlu við Skógafoss. mynd/Sigurjón E.
Vísir getur staðfest að poppstjarnan Beyoncé og eiginmaður hennar Jay Z eru stödd hér á landi. Mynd náðist af þeim ganga úr svartri þyrlu við Skógafoss upp úr hádegi í dag. Tvær Range Rover bifreiðar biðu parsins við lendingarstaðinn og var parinu ekið áleiðis að fossinum líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag.

Jay Z rölti um svæðið í þykkri dúnúlpu með stóran og þykkan trefil um hálsinn. Heimildir Vísis herma að hann hafi verið í svipuðum klæðnaði þegar hann og eiginkona hans kíktu í Bláa lónið í gær.

Vísir sagði frá því á þriðjudag að svört þyrla væri í bakgarði lúxussumarhúss í Biskupstungum þar sem heimildir herma að Beyoncé og Jay Z gisti. Sumarhúsið er í eigu veitingamannsins Jóhannesar Stefánssonar, sem oftast er kenndur við Múlakaffi.

Samkvæmt heimildum Vísis kostar nóttin þar um 100 þúsund krónur.

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir í samtali við fréttastofuna að parið hafi flogið yfir svæðið á þyrlu og var greinilega um útsýnisflug að ræða. Hann segir að veðrið hafi verið frábært og Eyjafjallajökull skartað sínu fegursta.


Tengdar fréttir

Beyonce og Jay-Z í Bláa lóninu

Bandaríska ofurparið Beyoncé og Jay-Z eru eins og fram er komið á landinu. Ætla þau að halda upp á 45 ára afmæli rapparans sem hann fagnar þann 4. desember.

Beyoncé birtir fallega skýjamynd

Telja aðdáendur söngkonunnar víst að Beyoncé hafi tekið myndina til að heiðra minningu Doris Rowland, móður Kelly Rowland.

„Látið þau í friði!“

Fjöldi fólks biðlar til fjölmiðla og ljósmyndara að láta hjónin Beyoncé og Jay Z í friði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×