Segir gjaldtökuna vel heppnaða Freyr Bjarnason skrifar 18. mars 2014 10:15 Þessir erlendu ferðamenn vildu ekki borga sig inn á Geysissvæðið og fylgdust þess í stað með fyrir utan girðinguna. Fréttablaðið/Pjetur „Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
„Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira