Innlent

Stakk mann í bakið með hnífi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Pjetur
Fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið karlmann í bakið með hnífi og slegið hann í höfuðið með skafti hnífsins. Maðurinn hlaut 3 cm langan skurð neðarlega á baki og fleiri minni hrufl á baki. Þá hlaut hann kúlur á höfði.

Árásin átti sér stað í Reykjavík þann 26. ágúst í fyrra. Er þess einnig krafist af hálfu þolanda að ákærði greiði honum eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Telst brotið varða 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×