Ekki sett fjármagn í VIRK þrátt fyrir ákvæði í lögum Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2014 07:00 Ríkið hefur ekki greitt í sjóðinn á móti lífeyrissjóðum og aðilum vinnumarkaðarins eins og til stóð í upphafi. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Íslenska ríkið lagði ekki til fjármagn í starfsendurhæfingarsjóðinn VIRK á árinu 2014, og ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til sjóðsins í fjárlögum ársins 2015, þrátt fyrir að sett væru lög árið 2012 um að ríkið ætti að setja þriðjung í starfsemi sjóðsins á móti framlagi frá lífeyrissjóðum og samtökum atvinnulífsins. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra hefur skipað starfshóp allra aðila til að endurskoða lögin með það að markmiði að allir leggi sitt af mörkum til starfsendurhæfingarmála. Hún telur starfið sem sjóðurinn innir af hendi afar gott og mikilvægt fyrir atvinnulífið. „Ég tel það mikilvægt að lögunum sé breytt þannig að það endurspegli betur hversu miklu við eyðum í þetta verkefni nákvæmlega. Það er mín afstaða að þær breytingar eigi að varða alla þá aðila sem koma að fjármögnun starfsendurhæfingarinnar.“ Framlag ríkisins til VIRK samkvæmt lögum átti að vera um 300 milljónir á árinu 2013, um 850 milljónir á árinu 2014 og ríflega milljarður á árinu 2015. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 segir að „í ljósi sterkrar sjóðsstöðu VIRK var gerð breyting árið 2013 þess efnis að ríkissjóður skyldi ekki greiða framlög til sjóðsins árin 2013 og 2014 og er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ekki komi til framlags af hálfu ríkisins til atvinnutengdra starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2015, meðal annars af sterkri stöðu VIRK.“ Iðgjöld til VIRK hafa verið hærri en útgjöld úr sjóðnum síðustu ár og býr sjóðurinn nú yfir varasjóði sem samsvarar 12 mánaða rekstri sjóðsins. Samkvæmt spá sjóðsins mun rekstrarkostnaður ársins 2014 fara yfir tvo milljarða og iðgjöld ekki standa undir útgjöldum. Því mun fara að ganga á varasjóðinn sem hefur myndast. Stjórn VIRK hefur í ljósi aðstæðna metið það nauðsynlegt að ávallt sé til staðar varasjóður sem nemi 6-12 mánaða veltu. Þetta hefur legið skýrt fyrir hjá stjórn VIRK. Sér í lagi þar sem fjárveitingar hafa ekki komið frá hinu opinbera.Hannes G. Sigurðsson„Ef ríkið tekur ekki þátt fellur forsenda um að allir eigi rétt á þjónustu“ Hannes G. Sigurðsson, formaður stjórnar VIRK, telur ákveðins misskilnings gæta hjá stjórnvöldum. Hann telur það hafa sýnt sig að sjóðssöfnun VIRK hafi verið bráðnauðsynleg þar sem ríkið hafi ekki komið að fjármögnun sjóðsins. „Hugmyndin að þrískiptingunni í fjármögnun sjóðsins er að allir hafi rétt til starfsendurhæfingar. Allir greiði þá eitthvert iðgjald til sjóðsins. Öryrkjar hafa verið að fara í gegnum dýr úrræði hjá sjóðnum til að mynda. Ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun þessarar starfsemi þá fellur þessi forsenda og markmiðið að allir eigi rétt á þjónustu VIRK. Þetta er sjálfseignarstofnun og ef fram heldur sem horfir mun starfsemin þurfa að byggjast á því að þeir einir eigi rétt á þjónustunni sem standa að fjármögnun.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira