Í fótspor langafa Ugla Egilsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 12:00 Þórdís Eva Steinsdóttir og Helgi Guðjónsson voru valin efnilegustu unglingarnir. Mynd/ Steinn Jóhannsson. „Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira
„Mamma mín og pabbi voru bæði í frjálsum, og meira að segja langafi minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva Steinsdóttir, sem var ásamt Helga Guðjónssyni valin efnilegust unglinga af Framförum – Hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara. „Langafi minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann bjó í Hafnarfirði og keppti með FH eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og Helgi voru í góðum hópi verðlaunahafa, því meðal annarra sem hlutu verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson, en þau voru valin hlauparar ársins. Þórdís lítur upp til þeirra beggja og líka hlauparans Usains Bolt. Hún segir mjög hvetjandi að fá viðurkenningu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxtakörfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf, hlaupadagbók, sokkapar og peningaverðlaun. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri fyrir peninginn.“ Þórdís þakkar góðan árangur sinn því að hún æfir vel og er dugleg að keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég keppi í öllu; hlaupum, stökkum og köstum, en mest í hlaupum. 400 og 800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt. Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleikunum um daginn og um síðustu helgi setti ég tvö.“ Einna eftirminnilegastir þykja Þórdísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki, önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200 metra hlaupi. Draumurinn er að komast einhvern tímann á Ólympíuleikana, eða á eitthvert annað stórmót,“ segir Þórdís. Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég reyni auðvitað að mæta á allar en hef bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“ Þórdís segir að það einfaldi valið lítið. „Bróðir minn er með mér í frjálsum og ein af bestu vinkonum mínum er líka í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu vinkonur mínar með mér í fótbolta.“ Þórdís er á fjórtánda ári og gengur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál komast ekki fyrir,“ segir hún. Auk áðurnefndra hlaupara fengu Kristinn Þór Kristinsson og Helen Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu 2013.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Sjá meira