Ráðning aðstoðarmanns bæjarstjóra kom flatt upp á minnihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2014 13:19 Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar, Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir, nýr aðstoðarmaður bæjarstjóra. Vísir/GVA Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, segir það hafa komið flatt upp á minnihlutann í bæjarstjórn þegar tilkynnt var um ráðningu aðstoðarmanns Eiríks Björns Björgvinssonar á bæjarstjórnarfundi í gær. Gunnar segist í samtali við Vísi sjálfur setja spurningamerki við þessa ráðstöfun. „Við eigum enn eftir að melta þetta. Við fréttum fyrst af þessu í gær. Þetta er ráðstöfun sem kemur okkur á óvart. Ég hefði viljað sjá aðra leið farna en þessa.“ Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg Ríkarðsdóttirtaki við starfi aðstoðarmanns 1. október næstkomandi en fram að því hafi hún gegnt embætti framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar bæjarins. „Ráðning Katrínar Bjargar er tímabundin og miðast við núverandi kjörtímabil. Við starfi Katrínar Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild tekur Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Við þessar breytingar var fyrst og fremst horft til víðtækrar reynslu og þekkingar starfsmannanna beggja,“ segir í tilkynningunni.Bæjarstjórar almennt ekki verið með aðstoðarmann Gunnar segir það almennt ekki hafa tíðkast að bæjarstjóri hafi verið með sérstakan aðstoðarmann. „Kristján Þór [Júlíusson] var með aðstoðarmann eitt kjörtímabil fyrir mörgum árum. Eiríkur var ekki með aðstoðarmann á síðasta kjörtímabili. Almennt hafa menn ekki verið með aðstoðarmann, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri, nema þetta eina kjörtímabil svo ég muni til. Á þeim tíma var heldur ekki bæjarritari svo þetta er alveg nýtt.“ Gunnar segist setja spurningamerki við ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra. „Við erum með ráðinn bæjarstjóra, sem er embættismaður. Persónulega hefði ég talið miklu eðlilegra að einhver af þremur oddvitum meirihlutaflokkanna hefði stigið upp og að formaður bæjarráðs væri þá bara í fullu starfi sem pólitískur leiðtogi með embættismönnum bæjarins. Það væri þá hann sem væri í þeirri vinnu að eiga við ríkið og fleira, miklu frekar en embættismaður. Þar væri pólitíkin að fást við pólitíkina. Eiríkur, sem er ráðinn bæjarstjóri, hefur nú ráðið sér aðstoðarmann þó það séu rauninni fullt af undirmönnum í bænum. Við hefðum talið eðlilegra að pólitíkin tæki meiri þátt í þessu daglegu starfi, til dæmis með einhverri slíkri ráðstöfun.“Óljóst um kostnað Gunnar segir minnihlutann ekki hafa fengið upplýsingar um hvað þetta mun kosta bæjarfélagið. „Við höfum heldur ekki fengið upplýsingar um hvernig þetta er hugsað til enda. Ég geri ráð fyrir að fá svör um það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á að þarna verði um aukinn kostnað að ræða en við þurfum að hafa það í huga að ef um aukinn kostnað er að ræða þá þarf að fá tekjur fyrir því eða taka hann annars staðar úr kerfinu.“ Í tilkynningunni frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg hafi starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.Ætlað að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu. Í tilkynningunni segir að Sigríður Stefánsdóttir, sem tekur við starfi Katrínu Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild, hafi yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af störfum innan bæjarkerfisins. Gunnar segir menn hafa velt því fyrir sér af hverju sú staða sé ekki auglýst líkt og ætlast er til af öðrum.Ekki þörf á að auglýsa stöðu Katrínar Bjargar Eiríkur Björn vísar í mannauðsstefnu bæjarins þar sem segir að ekki sé nauðsyn að auglýsa störf þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi er að ræða, að auðvelda eigi starfsfólki framgang í starfi innan bæjarkerfisins gerist þess nokkur kostur. „Þessi breyting gefur einnig tækifæri til frekari breytinga og tilfærslu á verkefnum.“ Eiríkur segir Sigríði hafa verið bæjarfulltrúa á Akureyri, deildarstjóra, sviðsstjóra og verkefnastjóra samskipta. „Með vísun til mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fyrri reynslu Sigríðar þótti rétt að ráða hana í starf framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akureyrar, segir það hafa komið flatt upp á minnihlutann í bæjarstjórn þegar tilkynnt var um ráðningu aðstoðarmanns Eiríks Björns Björgvinssonar á bæjarstjórnarfundi í gær. Gunnar segist í samtali við Vísi sjálfur setja spurningamerki við þessa ráðstöfun. „Við eigum enn eftir að melta þetta. Við fréttum fyrst af þessu í gær. Þetta er ráðstöfun sem kemur okkur á óvart. Ég hefði viljað sjá aðra leið farna en þessa.“ Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg Ríkarðsdóttirtaki við starfi aðstoðarmanns 1. október næstkomandi en fram að því hafi hún gegnt embætti framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar bæjarins. „Ráðning Katrínar Bjargar er tímabundin og miðast við núverandi kjörtímabil. Við starfi Katrínar Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild tekur Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ. Við þessar breytingar var fyrst og fremst horft til víðtækrar reynslu og þekkingar starfsmannanna beggja,“ segir í tilkynningunni.Bæjarstjórar almennt ekki verið með aðstoðarmann Gunnar segir það almennt ekki hafa tíðkast að bæjarstjóri hafi verið með sérstakan aðstoðarmann. „Kristján Þór [Júlíusson] var með aðstoðarmann eitt kjörtímabil fyrir mörgum árum. Eiríkur var ekki með aðstoðarmann á síðasta kjörtímabili. Almennt hafa menn ekki verið með aðstoðarmann, að minnsta kosti ekki hér á Akureyri, nema þetta eina kjörtímabil svo ég muni til. Á þeim tíma var heldur ekki bæjarritari svo þetta er alveg nýtt.“ Gunnar segist setja spurningamerki við ráðningu aðstoðarmanns bæjarstjóra. „Við erum með ráðinn bæjarstjóra, sem er embættismaður. Persónulega hefði ég talið miklu eðlilegra að einhver af þremur oddvitum meirihlutaflokkanna hefði stigið upp og að formaður bæjarráðs væri þá bara í fullu starfi sem pólitískur leiðtogi með embættismönnum bæjarins. Það væri þá hann sem væri í þeirri vinnu að eiga við ríkið og fleira, miklu frekar en embættismaður. Þar væri pólitíkin að fást við pólitíkina. Eiríkur, sem er ráðinn bæjarstjóri, hefur nú ráðið sér aðstoðarmann þó það séu rauninni fullt af undirmönnum í bænum. Við hefðum talið eðlilegra að pólitíkin tæki meiri þátt í þessu daglegu starfi, til dæmis með einhverri slíkri ráðstöfun.“Óljóst um kostnað Gunnar segir minnihlutann ekki hafa fengið upplýsingar um hvað þetta mun kosta bæjarfélagið. „Við höfum heldur ekki fengið upplýsingar um hvernig þetta er hugsað til enda. Ég geri ráð fyrir að fá svör um það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Það hefur enn ekki verið sýnt fram á að þarna verði um aukinn kostnað að ræða en við þurfum að hafa það í huga að ef um aukinn kostnað er að ræða þá þarf að fá tekjur fyrir því eða taka hann annars staðar úr kerfinu.“ Í tilkynningunni frá Akureyrarbæ segir að Katrín Björg hafi starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri.Ætlað að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu. Í tilkynningunni segir að Sigríður Stefánsdóttir, sem tekur við starfi Katrínu Bjargar hjá samfélags– og mannréttindadeild, hafi yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af störfum innan bæjarkerfisins. Gunnar segir menn hafa velt því fyrir sér af hverju sú staða sé ekki auglýst líkt og ætlast er til af öðrum.Ekki þörf á að auglýsa stöðu Katrínar Bjargar Eiríkur Björn vísar í mannauðsstefnu bæjarins þar sem segir að ekki sé nauðsyn að auglýsa störf þegar um tímabundnar ráðningar eða tilfærslu í starfi er að ræða, að auðvelda eigi starfsfólki framgang í starfi innan bæjarkerfisins gerist þess nokkur kostur. „Þessi breyting gefur einnig tækifæri til frekari breytinga og tilfærslu á verkefnum.“ Eiríkur segir Sigríði hafa verið bæjarfulltrúa á Akureyri, deildarstjóra, sviðsstjóra og verkefnastjóra samskipta. „Með vísun til mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og fyrri reynslu Sigríðar þótti rétt að ráða hana í starf framkvæmdastjóra samfélags– og mannréttindadeildar.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira