Hægt að fara framhjá jafnréttislögum með prestskosningum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2014 07:00 Til ársins 1987 voru prestar ætíð kosnir af söfnuðinum en þá var tekin upp sú leið að valnefnd, sem skipuð er sóknarbörnum, velji úr umsækjendum. Eftir breytingu er afar sjaldan boðað til kosninga. Á höfuðborgarsvæðinu var það síðast í Garðabæ árið 1997. Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna, telur tvöfalt ráðningarkerfi presta bjóða upp á að farið sé á svig við jafnréttisstefnu kirkjunnar og jafnréttislög landsins. Í langflestum tilfellum velur valnefnd hvers safnaðar sóknarprest og skilar niðurstöðu sinni til biskups Íslands sem svo skipar í embættið. Önnur leið er að söfnuðurinn biðji um almennar kosningar en til þess þarf þriðjungur sóknarbarna að skrifa undir slíka beiðni.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/GVASlíkar kosningar hafa verið boðaðar í Seljaprestakalli 16. ágúst næstkomandi. Valnefnd hafði aftur á móti einróma valið prest síðastliðið vor, karlmann sem hefur starfað við sóknina undanfarin ár, en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði valinu. Segir hún í samtali við Fréttablaðið að ástæðan hafi verið meðal annars sú að hún taldi jafnréttislög vera brotin með ráðningunni þar sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðar menntun og starfsreynslu. Agnes segist hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann.Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna.mynd/Árni Svanur DaníelssonÞetta segir Kristín Þórunn vera hálfankannalegt ráðningarkerfi. „Það er tvöfalt kerfi í gangi. Í öðru kerfinu gilda landslög og þar af leiðandi jafnréttislög en í hinu kerfinu eru almennar kosningar sem lúta ekki sömu faglegu reglum og hæfnissjónarmiðum. Það býður þeirri hættu heim að ekki sé fylgt jafnréttislögum við ráðningar, heldur farið fram hjá þeim með þessari leið, sem þó er fullkomlega lögleg.“ Aðspurð segist Agnes ekki hafa ákveðið að skipa hæfustu konuna í starfið, jafnvel þótt það sé samkvæmt lögum og í anda jafnréttisstefnu kirkjunnar, því það samræmist ekki gildi lútersku kirkjunnar um að söfnuðurinn velji prest sinn. „Ég ákvað að fara ekki á móti einróma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðinum né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti,“ segir Agnes. „En ég ákvað að brjóta ekki jafnréttislög með því að hafna vali nefndarinnar og auglýsa stöðuna aftur. Þannig endaði valið í höndum safnaðarins.“ Agnes segir biskupinn vera langt frá því að vera einvaldur í ráðningu presta og að það geti orðið flókið þegar einn eigi að skipa í embætti en aðrir velja. Það sé þó sú leið sem kirkjuþing hafi komið sér saman um en leiðin sé þó rökrædd á hverju ári enda ekki fullkomin sátt um hana. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna, telur tvöfalt ráðningarkerfi presta bjóða upp á að farið sé á svig við jafnréttisstefnu kirkjunnar og jafnréttislög landsins. Í langflestum tilfellum velur valnefnd hvers safnaðar sóknarprest og skilar niðurstöðu sinni til biskups Íslands sem svo skipar í embættið. Önnur leið er að söfnuðurinn biðji um almennar kosningar en til þess þarf þriðjungur sóknarbarna að skrifa undir slíka beiðni.Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/GVASlíkar kosningar hafa verið boðaðar í Seljaprestakalli 16. ágúst næstkomandi. Valnefnd hafði aftur á móti einróma valið prest síðastliðið vor, karlmann sem hefur starfað við sóknina undanfarin ár, en biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafnaði valinu. Segir hún í samtali við Fréttablaðið að ástæðan hafi verið meðal annars sú að hún taldi jafnréttislög vera brotin með ráðningunni þar sem einn umsækjandinn, kona, væri umtalsvert hæfari hvað varðar menntun og starfsreynslu. Agnes segist hafa haft þrjá kosti; að skipa þann sem hún taldi hæfastan í embættið jafnvel þótt það færi gegn vali nefndarinnar, framlengja frestinn eða auglýsa starfið að nýju. Hún valdi síðasta kostinn. Í kjölfarið söfnuðu sóknarbörn undirskriftum til að halda kosningar og í kjölfarið drógu allir umsækjendur umsókn sína til baka fyrir utan þann sem valnefnd hafði valið og annan karlmann.Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður Félags prestvígðra kvenna.mynd/Árni Svanur DaníelssonÞetta segir Kristín Þórunn vera hálfankannalegt ráðningarkerfi. „Það er tvöfalt kerfi í gangi. Í öðru kerfinu gilda landslög og þar af leiðandi jafnréttislög en í hinu kerfinu eru almennar kosningar sem lúta ekki sömu faglegu reglum og hæfnissjónarmiðum. Það býður þeirri hættu heim að ekki sé fylgt jafnréttislögum við ráðningar, heldur farið fram hjá þeim með þessari leið, sem þó er fullkomlega lögleg.“ Aðspurð segist Agnes ekki hafa ákveðið að skipa hæfustu konuna í starfið, jafnvel þótt það sé samkvæmt lögum og í anda jafnréttisstefnu kirkjunnar, því það samræmist ekki gildi lútersku kirkjunnar um að söfnuðurinn velji prest sinn. „Ég ákvað að fara ekki á móti einróma ákvörðun valnefndar enda engum til góðs, hvorki söfnuðinum né prestinum sem skipaður hefði verið með þeim hætti,“ segir Agnes. „En ég ákvað að brjóta ekki jafnréttislög með því að hafna vali nefndarinnar og auglýsa stöðuna aftur. Þannig endaði valið í höndum safnaðarins.“ Agnes segir biskupinn vera langt frá því að vera einvaldur í ráðningu presta og að það geti orðið flókið þegar einn eigi að skipa í embætti en aðrir velja. Það sé þó sú leið sem kirkjuþing hafi komið sér saman um en leiðin sé þó rökrædd á hverju ári enda ekki fullkomin sátt um hana.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira