Íslensk stjórnvöld ráða framhaldi ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 14:00 Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira