Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 08:00 Kristín S. Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir MYND/AÐSEND Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira