Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 08:00 Kristín S. Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir MYND/AÐSEND Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent