Ritstjórn knuz.is fordæmir persónuníð á netinu Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2014 19:33 Ritstjórn knuz.is sendir frá sér yfirlýsingu eftir ummæli Hildar Lilliendah visir/stefán Vefsíðan Knuz.is hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Hildar Lillendahl. Í Kastljósi í gærkvöldi var Hildur sökuð um netníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar Þrastardóttur. Skrifaði hún undir notendanafninu NöttZ á samskiptamiðlinum Barnalandi sem í dag heitir Bland.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Að vefritinu knuz.is stendur rúmlega fimmtíu manna hópur að staðaldri og þar af tólf manna ritstjórn. Kjörorð þess eru: „Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll.“ Á rúmum tveimur árum hefur Knúzið birt rúmlega 500 femínískar greinar. Höfundar eru um 120. Meðal þeirra er Hildur Lilliendahl. Hún er skráð fyrir 17 greinum, ýmist ein eða með öðrum. Hún hefur farið fyrir mikilvægri umræðu um jafnrétti og femínisma og sat um tíma í ritstjórn vefritsins. Eftir umfjöllun Kastljóss RÚV í gærkvöldi og aðra opinbera umfjöllun um Hildi Lilliendahl vill núverandi ritstjórn Knúzins taka eftirfarandi fram: Í Kastljósi var fjallað um ljót ummæli sem birtust undir notendanafni Hildar á Barnalandi og beindust einkum að söngkonunni Hafdísi Huld. Aðrir miðlar hafa dregið fram önnur ummæli. Ummæli á Netinu lifa um aldur og ævi þeim til sársauka sem fyrir þeim verða og þeim til minnkunar sem láta þau falla. Undanfarin ár hefur almenningur orðið sífellt meira vakandi fyrir slíku og meðvitaðri um þann skaða sem þau valda. Persónuníð í öllum sínum myndum er fyrirlitlegt og óréttlætanlegt. Knúz fordæmir það og öll önnur særandi ummæli sem eru látin falla á Netinu og annars staðar. Knúzkveðjur, ritstjórn. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Vefsíðan Knuz.is hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi ummæli Hildar Lillendahl. Í Kastljósi í gærkvöldi var Hildur sökuð um netníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huldar Þrastardóttur. Skrifaði hún undir notendanafninu NöttZ á samskiptamiðlinum Barnalandi sem í dag heitir Bland.Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan: Að vefritinu knuz.is stendur rúmlega fimmtíu manna hópur að staðaldri og þar af tólf manna ritstjórn. Kjörorð þess eru: „Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll.“ Á rúmum tveimur árum hefur Knúzið birt rúmlega 500 femínískar greinar. Höfundar eru um 120. Meðal þeirra er Hildur Lilliendahl. Hún er skráð fyrir 17 greinum, ýmist ein eða með öðrum. Hún hefur farið fyrir mikilvægri umræðu um jafnrétti og femínisma og sat um tíma í ritstjórn vefritsins. Eftir umfjöllun Kastljóss RÚV í gærkvöldi og aðra opinbera umfjöllun um Hildi Lilliendahl vill núverandi ritstjórn Knúzins taka eftirfarandi fram: Í Kastljósi var fjallað um ljót ummæli sem birtust undir notendanafni Hildar á Barnalandi og beindust einkum að söngkonunni Hafdísi Huld. Aðrir miðlar hafa dregið fram önnur ummæli. Ummæli á Netinu lifa um aldur og ævi þeim til sársauka sem fyrir þeim verða og þeim til minnkunar sem láta þau falla. Undanfarin ár hefur almenningur orðið sífellt meira vakandi fyrir slíku og meðvitaðri um þann skaða sem þau valda. Persónuníð í öllum sínum myndum er fyrirlitlegt og óréttlætanlegt. Knúz fordæmir það og öll önnur særandi ummæli sem eru látin falla á Netinu og annars staðar. Knúzkveðjur, ritstjórn.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira