Tommi á Búllunni hælir slökkviliðinu í hástert Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2014 12:45 Tómas Tómasson á Búllunni hælir slökkviliðsmönnum fyrir rösklega framgöngu þegar eldur kom upp á Búllunni í Bankastræti. Bæði Hamborgarabúllan og 66 gráður norður við Bankastræti verða lokuð næstu daga vegna elds sem kom upp á Búllunni í gærkvöldi. Eigandi Búllunnar segir tjónið lítið hjá honum en eftir á að meta endanleg reykskemmdir á fatnaði í verslun 66 gráðum norður. Tómas Tómasson eigandi Hamborgarabúllunnar segir að blessunarlega hafi farið betur en fyrstu fréttir af brunanum í gærkvöldi gáfu til kynna. En Hambograrabúllan er inn af skemmtistaðnum B5 í Bankastræti fimm og við hliðina á verslun 66 gráða norður. „Og það var aðallega eldhúsið okkar sem skemmdist og meira að segja plakötin á veggjunum skemmdust ekki. Þannig að það var ekki meiri eldur en það,“ segir Tómas. En eldurinn kom upp í grilli í eldhúsi Búllunnar. „Jú hann kom upp í grillinu og fór þarna upp í loftræstirörið. En slökkviliðið; þeir eru bara svo rosalega snöggir og klárir í sínu starfi að það var ekki einu sinni vatnsdropi á gólfunum þegar búið var að slökkva eldinn,“ segir Tómas. Tómas segir að B5 geti að öllum líkindum opnað strax í kvöld hafi eigendur áhuga á því þar sem lítið af reyk hafi borist þangað inn og enginn eldur. Hins vegar opni Búllan varla fyrr en um komandi helgi. „Það þarf að skipta þarna um einhverjar tvær, þrjár rúður sem eru í loftgluggum sem eru þarna. Og jú, það þarf að hreinsa mjög vel og endurnýja eitthvað þarna í kring um loftræstibúnaðinn en aðallega þarf að þrífa vel,“ segir Tómas. Svipaða sögu er að segja hjá 66 gráðum norður að sögn Aldísar Arnardóttur rekstrar- og sölustjóra fyrirtækisins sem var mætt ásamt fleirum í verslunina í morgun til að meta aðstæður. „Það urðu ekki beinar skemmdir á húsnæðinu sjálfu. Hins vegar erum við núna að gera varúðarráðstafanir í samstarfi við okkar tryggingafélag. Þeirra fulltrúar komu og hittu okkur í gær og við mátum stöðuna svo að við myndum taka allar vörur út úr versluninni, þar sem var töluvert mikill reykur í búðinni í gærkvöldi,“ segir Aldís. Stefnt sé að því að opna verslunina aftur um helgina. Verslunin var opin þegar eldurinn kom upp sakaði engan. Tjón 66 gæti verið umtalsvert reynist vera lyktartjón á vörunum sem verða fjarlægðar í dag. „Já það yrði það alveg klárlega. En eins og ég segi þá þurfum við bara að meta stöðuna með okkar tryggingafélagi,“ segir Aldís Arnardóttir. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Bæði Hamborgarabúllan og 66 gráður norður við Bankastræti verða lokuð næstu daga vegna elds sem kom upp á Búllunni í gærkvöldi. Eigandi Búllunnar segir tjónið lítið hjá honum en eftir á að meta endanleg reykskemmdir á fatnaði í verslun 66 gráðum norður. Tómas Tómasson eigandi Hamborgarabúllunnar segir að blessunarlega hafi farið betur en fyrstu fréttir af brunanum í gærkvöldi gáfu til kynna. En Hambograrabúllan er inn af skemmtistaðnum B5 í Bankastræti fimm og við hliðina á verslun 66 gráða norður. „Og það var aðallega eldhúsið okkar sem skemmdist og meira að segja plakötin á veggjunum skemmdust ekki. Þannig að það var ekki meiri eldur en það,“ segir Tómas. En eldurinn kom upp í grilli í eldhúsi Búllunnar. „Jú hann kom upp í grillinu og fór þarna upp í loftræstirörið. En slökkviliðið; þeir eru bara svo rosalega snöggir og klárir í sínu starfi að það var ekki einu sinni vatnsdropi á gólfunum þegar búið var að slökkva eldinn,“ segir Tómas. Tómas segir að B5 geti að öllum líkindum opnað strax í kvöld hafi eigendur áhuga á því þar sem lítið af reyk hafi borist þangað inn og enginn eldur. Hins vegar opni Búllan varla fyrr en um komandi helgi. „Það þarf að skipta þarna um einhverjar tvær, þrjár rúður sem eru í loftgluggum sem eru þarna. Og jú, það þarf að hreinsa mjög vel og endurnýja eitthvað þarna í kring um loftræstibúnaðinn en aðallega þarf að þrífa vel,“ segir Tómas. Svipaða sögu er að segja hjá 66 gráðum norður að sögn Aldísar Arnardóttur rekstrar- og sölustjóra fyrirtækisins sem var mætt ásamt fleirum í verslunina í morgun til að meta aðstæður. „Það urðu ekki beinar skemmdir á húsnæðinu sjálfu. Hins vegar erum við núna að gera varúðarráðstafanir í samstarfi við okkar tryggingafélag. Þeirra fulltrúar komu og hittu okkur í gær og við mátum stöðuna svo að við myndum taka allar vörur út úr versluninni, þar sem var töluvert mikill reykur í búðinni í gærkvöldi,“ segir Aldís. Stefnt sé að því að opna verslunina aftur um helgina. Verslunin var opin þegar eldurinn kom upp sakaði engan. Tjón 66 gæti verið umtalsvert reynist vera lyktartjón á vörunum sem verða fjarlægðar í dag. „Já það yrði það alveg klárlega. En eins og ég segi þá þurfum við bara að meta stöðuna með okkar tryggingafélagi,“ segir Aldís Arnardóttir.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira