Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 18:00 Torfi Jóhannsson og dósir í endurvinnslu. Vísir/Pjetur „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is. Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
„Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is.
Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58