„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Kristín Ólafsdóttir Vísir/Arnþór „Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri. Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
„Mér finnst þetta ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt – á mjög tragískan hátt - og ég þekki engan sem er ósammála mér,“ segir Kristín Ólafsdóttir, háskólanemi og verkefnastjóri Skyldurækins, átaksverkefni á vegum Hins Hússins til að fræða ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði. „HIV var kannski hommaveira árið 1980 en núna smitast fleiri gagnkynhneigðir en samkynhneigðir á Íslandi. Forsendurnar fyrir þessari reglu eru barn síns tíma og mér er fyrirmunað að skilja af hverju hún er ekki afnumin,“ bætir Kristín við, sem lagði leið sína í Blóðbankann ásamt hópi ungmenna sem gáfu blóð í nafni samkynhneigðra vina sinna eða fjölskyldumeðlima sem mega ekki gefa blóð. „Ég er að gefa blóð vegna þess að ég veit að það er rosalega mikilvægt. Mér finnst magnað að hugsa til þess að ég geti kannski bjargað mannslífi með nokkrum sentílítrum af blóði, og svo er boðið upp á mjög gott kex þegar maður er búinn,“ segir hún. „Mummi vinur minn er sömu skoðunar - bæði hann og kærastinn hans eru ungir, heilsuhraustir og góðhjartaðir menn sem eru ólmir í að gefa blóð. En þeir mega það ekki. Þessi blóðgjöf er því tileinkuð þeim.“En er þetta í fyrsta sinn sem Kristín gefur blóð? „Nei, mig minnir að ég hafi gefið blóð tvisvar áður. Ég gæti samt verið að ljúga og bara gert það einu sinni, þessu svari verður því að taka með ákveðnum fyrirvara. Þegar ég var í MR lagði Blóðbíllinn, sem starfræktur er af Blóðbankanum, fyrir utan skólann tvisvar á ári og ég rölti í rólegheitum yfir götuna og gaf blóð. Ég hef semsagt gefið blóð í bíl, sem er dálítið töff,“ segir Kristín og hlær. „Ég er ekkert viðkvæm fyrir sprautum, eins og margir, en ég varð fyrir óþægilegri reynslu síðast. Æðarnar í handleggnum á mér eru mjög ljósar og hjúkrunarfræðingurinn, sem var að taka úr mér blóðið, stakk og stakk en hitti aldrei. Hún fann þó æð að lokum, sem betur fer, en ég gekk út með risastóra, fjólubláa marbletti innan á báðum handleggjum. Það leit ekki vel út,“ segir Kristín að lokum.Gefðu ekki blóð ef þú:- hefur smitast eða gætir hafa smitast af lifrarbólgu eða alnæmisveiru.- ert karlmaður sem hefur haft samfarir við sama kyn.- hefur stundað vændi.- hefur einhvern tímann, jafnvel aðeins einu sinn, sprautað þig með fíkniefnum, vefaukandi sterum, hormónum eða öðrum lyfjum án fyrirmæla læknis.- hefur heyrt um líkur á Creutzfeldt-Jakob eða aðra smitandi heilahrörnunarsjúkdóma í ætt þinni.- hefur fengið horn- eða heilahimnuígræðslu.- hefur fengið meðferð með vaxtarhormóni eða öðrum hormónum unnum úr heiladingli manna.- hefur fengið vefjaígræðslu úr dýri.
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
Gæðablóð gáfu blóð í nafni vina Hópur ungmenna sem má gefa blóð hélt í Blóðbankann í dag. 5. ágúst 2014 12:57