Sigrún verður nýr ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 14:41 Sigrún Magnúsdóttir er elsti þingmaður landsins en hún fagnaði sjötugsafmæli sínu síðastliðið sumar. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun samkvæmt heimildum Vísis leggja þá tillögu fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins síðdegis að Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í Reykjavík og formaður þingflokksins, verði nýr ráðherra flokksins. Sigrún hefur verið orðuð við embætti nýs umhverfis- og auðlindaráðherra en ráðuneytið hefur heyrt undir Sigurð Inga Jóhannsson sem einnig gegnir stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingflokksfundur Framsóknar hefst klukkan 17. Samþykki þingflokkurinn tillögu Sigmundar Davíðs, sem reikna má með, mun Sigrún mæta á fund ríkistjórnar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 10 í fyrramálið, á gamlársdag.Frá ríkisráðsfundi á dögunum.Vísir/GVAKynjahlutfallið 6:4 Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa haft fimm ráðherra í ríkisstjórninni en Framsókn fjóra. Í rúmt eitt og hálft ár hefur staðið til að skipa fimmta ráðherra Framsóknar og nú er loks komið að skipuninni.Sigrún verður fjórði kvenráðherrann í ríkisstjórninni en af tíu ráðherrum verða nú sex karlar og fjórar konur. Auk Sigrúnar gegnir flokkssystir hennar, Eygló Harðardóttir, embætti félags- og húsnæðismálaráðherra og þá gegna Sjálfstæðiskonurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ólöf Nordal embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.Páll Pétursson hætti á þingi árið 2003 en hann er í dag 77 ára gamall.Gæti bætt met Gunnars Sigrún, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu og er elsti þingmaður landsins, verður elsti Íslendingurinn til að setjast í stól ráðherra. Hún gæti einnig orðið elsti ráðherra Íslandssögunnar sitji hún í embætti út kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þá verður hún á 74. aldursári en Gunnar Thoroddsen var 72 ára þegar hann lét af embætti forsætisráðherra í maí 1983. Gunnar var hins vegar 69 ára þegar hann tók við embættinu eða árinu yngri en Sigrún. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pétursson sem gegndi embætti félagsmálaráðherra frá 1995 til 2003. Þau Sigrún munu vera fyrstu hjónin til að gegna bæði embætti ráðherra. Páll var sömuleiðis formaður þingflokks Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 en Sigrún hefur gegnt stöðunni frá 2013. Tengdar fréttir Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun samkvæmt heimildum Vísis leggja þá tillögu fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins síðdegis að Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í Reykjavík og formaður þingflokksins, verði nýr ráðherra flokksins. Sigrún hefur verið orðuð við embætti nýs umhverfis- og auðlindaráðherra en ráðuneytið hefur heyrt undir Sigurð Inga Jóhannsson sem einnig gegnir stöðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingflokksfundur Framsóknar hefst klukkan 17. Samþykki þingflokkurinn tillögu Sigmundar Davíðs, sem reikna má með, mun Sigrún mæta á fund ríkistjórnar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 10 í fyrramálið, á gamlársdag.Frá ríkisráðsfundi á dögunum.Vísir/GVAKynjahlutfallið 6:4 Sjálfstæðisflokkurinn hefur til þessa haft fimm ráðherra í ríkisstjórninni en Framsókn fjóra. Í rúmt eitt og hálft ár hefur staðið til að skipa fimmta ráðherra Framsóknar og nú er loks komið að skipuninni.Sigrún verður fjórði kvenráðherrann í ríkisstjórninni en af tíu ráðherrum verða nú sex karlar og fjórar konur. Auk Sigrúnar gegnir flokkssystir hennar, Eygló Harðardóttir, embætti félags- og húsnæðismálaráðherra og þá gegna Sjálfstæðiskonurnar Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ólöf Nordal embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.Páll Pétursson hætti á þingi árið 2003 en hann er í dag 77 ára gamall.Gæti bætt met Gunnars Sigrún, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á árinu og er elsti þingmaður landsins, verður elsti Íslendingurinn til að setjast í stól ráðherra. Hún gæti einnig orðið elsti ráðherra Íslandssögunnar sitji hún í embætti út kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þá verður hún á 74. aldursári en Gunnar Thoroddsen var 72 ára þegar hann lét af embætti forsætisráðherra í maí 1983. Gunnar var hins vegar 69 ára þegar hann tók við embættinu eða árinu yngri en Sigrún. Eiginmaður Sigrúnar er Páll Pétursson sem gegndi embætti félagsmálaráðherra frá 1995 til 2003. Þau Sigrún munu vera fyrstu hjónin til að gegna bæði embætti ráðherra. Páll var sömuleiðis formaður þingflokks Framsóknarflokksins frá 1980 til 1994 en Sigrún hefur gegnt stöðunni frá 2013.
Tengdar fréttir Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Sigrún salíróleg en reiknar með tíðindum á næstu dögum „Það þarf að taka að sér ýmis verkefni. Það gerir stjórnmálin spennandi,“ segir Sigrún Magnúsdóttir sem orðuð er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 28. desember 2014 16:58