Innlent

Áfrýjunarnefnd fellur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Því er beint til Samkeppniseftirlitsins að það taki aftur afstöðu til kröfu Eimskipafélagsins.
Því er beint til Samkeppniseftirlitsins að það taki aftur afstöðu til kröfu Eimskipafélagsins. Vísir/GVA

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun um Samkeppniseftirlitsins um að veita hvorki Eimskipafélagi Íslands hf., né dótturfélögum þess, aðgang að kæru og fylgiskjölum eftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara. Frá þessu er greint á vef Eimskipa.

Samkeppniseftirlitið hafði áður synjað beiðni Eimskipafélagsins um að fá gögnin en áfrýjunarnefnd samkeppnismála leggur það nú fyrir eftirlitið að taka aftur afstöðu til kröfu Eimskipafélagsins. Félagið fer fram á aðgang að gögnunum á grundvelli ákvæða í stjórnsýslulögum er varða aðgang aðila að gögnum máls.

Málið sem um ræðir varðar meint brot Eimskipa og Samskipa á samkeppnislögum. Samkvæmt kæru eiga félögin að hafa um árabil haft með sér ólöglegt samráð sem sé til þess fallið að valda almenningi í landinu og atvinnulífinu miklum fjárhagslegum skaða.

Fyrst var greint frá kærunni í október síðastliðnum en bæði fyrirtækin höfnuðu í yfirlýsingu að hafa gerst sek um brot á samkeppnislögum.


Tengdar fréttir

Segir alvarlegt ef upplýsingum hafi verið lekið

Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir alvarlegt ef í ljós kemur að upplýsingum varðandi meint samráð Eimskips og Samskipa hafi verið leikið til óviðkomandi aðila. Eftirlitið hefur óskað eftir því að ríkissaksóknari rannsaki málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×