Viðskipti innlent

Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/GVA

Eimskipafélag Íslands og Samskip hafna því með öllu að hafa gerst brotleg við ákvæði samkeppnislaga og vísa á bug ásökunum um samráð. Kæruna hafi félögin ekki undir höndum og því geti félögin ekki upplýst um efni hennar né að hvaða einstaklingum hún beinist. Þetta kemur fram í tilkynningum frá félögunum.



Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskipa til sérstaks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppnislögum, en RÚV greindi frá málinu í gær.



Samkvæmt kærunni hafa fyrirtækin skipt á milli sín viðskiptum við fyrirtæki og heilu landshlutana.



Í kærunni er minnst á kvartanir fyrirtækja vegna þess að þau hafi fengið samhljóða tilboð hjá Eimskipum og Samskipum. Einnig eru tiltekin dæmi úr innanhúsgögnum frá fyrirtækjunum þar sem áhersla er lögð á að hækka verð en ekki lækka og láta þar að auki ákveðin fyrirtæki og landsvæði eiga sig.

visir/gva

Tengdar fréttir

Kærð fyrir samkeppnislagabrot

Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskipa til sérstaks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppnislögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×