Valdið íslenskum neytendum töluverðu tjóni Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 15. október 2014 20:00 Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskips til sérstaks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppnislögum, en Ríkisútvarpið greindi frá málinu í gær. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að málið væri til rannsóknar hjá embættinu, en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hins vegar liggur fyrir að meint brot eru stórfelld og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Samkvæmt kæru eiga félögin að hafa um árabil haft með sér ólöglegt samráð sem sé til þess fallið að valda almenningi í landinu og atvinnulífinu miklum fjárhagslegum skaða. Félögin hafi skipt á milli sín stærstu viðskiptavinunum í þeim tilgangi að halda uppi verði. Meint brot eru heimfærð undir 10. gr. samkeppnislaga en greinin bannar alla samninga og samstilltar aðgerðir sem hafa það að marmiði eða leiði til þess að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað. „Þetta leiðir að sjálfsögðu til hærra verðs, og neytendur borga þegar upp er staðið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Jóhannes segir málið sérstaklega alvarlegt, enda flytji Íslendingar inn svo stóran hluta af sinni neysluvöru. „En miðað við þá lýsingu sem að maður hefur heyrt, þá er ekki nokkur vafi á því að þetta hefur valdið íslenskum neytendum töluverðu tjóni,“ segir Jóhannes. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal þeirra sem kærðir eru í málinu en þeir vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Fram kemur í yfirlýsingum frá fyrirtækjunum í dag að þau neiti því alfarið að hafa gerst brotleg við ákvæði samkeppnislaga. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Samskipa og Eimskips til sérstaks saksóknara fyrir stórfelld brot á samkeppnislögum, en Ríkisútvarpið greindi frá málinu í gær. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að málið væri til rannsóknar hjá embættinu, en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hins vegar liggur fyrir að meint brot eru stórfelld og geta varðað allt að sex ára fangelsi. Samkvæmt kæru eiga félögin að hafa um árabil haft með sér ólöglegt samráð sem sé til þess fallið að valda almenningi í landinu og atvinnulífinu miklum fjárhagslegum skaða. Félögin hafi skipt á milli sín stærstu viðskiptavinunum í þeim tilgangi að halda uppi verði. Meint brot eru heimfærð undir 10. gr. samkeppnislaga en greinin bannar alla samninga og samstilltar aðgerðir sem hafa það að marmiði eða leiði til þess að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað. „Þetta leiðir að sjálfsögðu til hærra verðs, og neytendur borga þegar upp er staðið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Jóhannes segir málið sérstaklega alvarlegt, enda flytji Íslendingar inn svo stóran hluta af sinni neysluvöru. „En miðað við þá lýsingu sem að maður hefur heyrt, þá er ekki nokkur vafi á því að þetta hefur valdið íslenskum neytendum töluverðu tjóni,“ segir Jóhannes. Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal þeirra sem kærðir eru í málinu en þeir vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Fram kemur í yfirlýsingum frá fyrirtækjunum í dag að þau neiti því alfarið að hafa gerst brotleg við ákvæði samkeppnislaga.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira