Tveir meltingarlæknar í viðbót segja upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2014 12:04 Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, og Kjartan Örvar Sigurðsson meltingalæknir sem sagði upp starfi sínu á Landspítalanum í gær. Vísir Kjartan Örvar Sigurðsson, læknir á meltingardeild Landspítalans, sagði upp starfi sínu á spítalanum í gær. Sömu sögu er að segja um Óttar Már Bergmann. Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, segist skilja vel að menn sjái sér ekki lengur fært að starfa á spítalanum. „Það stemmir. Ég lagði inn uppsögn mína í gær. Það eru bara sömu forsendur og hafa verið í umræðunni hjá Jóni Örvari sem var fyrstur til þess að segja upp,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Jón Örvar Kristinsson meltingalæknir sagði upp starfi sínu fyrir helgi og birti uppsagnarbréf sitt á Facebook. „Ég hef sömu ástæður og hann fyrir að segja upp. Eins og staðan er í dag þá er þetta hálfa starf mitt á Landspítalanum að engu metið. Ég lít svo á að engin breyting sé að verða á því,“ segir Kjartan Örvar.Kjartan Örvar Sigurðsson meltingalæknir.Erum engir víkingar Líkt og Jón Örvar er Kjartan í 60 prósent starfi á Landspítalanum en starfar svo líka á lækningastöð úti í bæ. Hann segir óvíst hvað taki við hjá honum. „Um leið og maður losar sig úr hálfu starfi þarf maður að fara annars staðar inn,“ segir Kjartan Örvar sem er kominn vel á sextugsaldurinn. „Ég er orðinn 57 ára en er samt tilbúinn að fara utan,“ segir Kjartan Örvar. Hann bendir á að hið sama gildi um fjölmarga kollega á svipuðum aldri. Það sýni hve mikill pirringur sé í mönnum á spítalanum. „Við höfum allir unnið erlendis og vitum út í hvað við erum að fara. Þetta er engin óvissa. Við erum engir víkingar og vitum alveg hvað bíður okkar,“ segir Kjartan Örvar. Þótt það sé gott að búa á Íslandi þá gildi það um fleiri staði.Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum.Varla nokkur annar með þekkinguna Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, staðfestir í samtali við Vísi að Óttar Már Bergmann hafi einnig sagt upp störfum. Sigurður bendir á að sérgreinin, meltingalækningar, sé afar stór sérgrein innan lyflækninga sem sinni mjög breðiðum og stórum hópi sjúklinga. Auk almennra meltingarfæravandamála sinni þeir sérhæfðustu vandamálum og tilfellum á spítalanum. „Þarna er um að ræða þrjá framúrskarandi lækna sem hafa sagt upp. Þessir þrír hafa á undanförnum árum lagt fram gríðarlega mikilvæga og mikla vinnu á Landspítalanum,“ segir Sigurður. „Sum verkin sem þeir sinna eru þess eðlis að varla nokkur annar læknir í landinu hefur sömu þekkingu eða reynslu.“Voru áður átta til níu á deildinni Sigurður segir mikinn skaða fyrir heilbrigðiskerfið að missa læknana þrjá og það valdi sér verulegum áhyggjum. „Ég skil það vel að læknar, með sérþekkingu eins og þessir þrír, sjái sér ekki fært að vinna lengur við þau kjör sem eru í boði.“ Læknarnir þrír voru allir í 60 prósent stöðu við Landspítalann. Í uppsagnarbréfi Jóns Örvars kom fram að hann væri með 358 þúsund krónur í laun á spítalanum. Sigurður segir að þegar uppsagnirnar taka gildi muni verða eftir þrjú og hálft stöðugildi á deildinni á Landspítalanum. Fyrir læknaflóttann sem verið hafi undanfarin ár hafi deildin talið átta til níu lækna. Sigurður segist ekki vita til þess að fleiri á deildinni ætli að segja upp. Ástandið sé hins vegar slæmt enda séu læknarnir nú þegar störfum hlaðnir. Tengdar fréttir „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Kjartan Örvar Sigurðsson, læknir á meltingardeild Landspítalans, sagði upp starfi sínu á spítalanum í gær. Sömu sögu er að segja um Óttar Már Bergmann. Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, segist skilja vel að menn sjái sér ekki lengur fært að starfa á spítalanum. „Það stemmir. Ég lagði inn uppsögn mína í gær. Það eru bara sömu forsendur og hafa verið í umræðunni hjá Jóni Örvari sem var fyrstur til þess að segja upp,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Jón Örvar Kristinsson meltingalæknir sagði upp starfi sínu fyrir helgi og birti uppsagnarbréf sitt á Facebook. „Ég hef sömu ástæður og hann fyrir að segja upp. Eins og staðan er í dag þá er þetta hálfa starf mitt á Landspítalanum að engu metið. Ég lít svo á að engin breyting sé að verða á því,“ segir Kjartan Örvar.Kjartan Örvar Sigurðsson meltingalæknir.Erum engir víkingar Líkt og Jón Örvar er Kjartan í 60 prósent starfi á Landspítalanum en starfar svo líka á lækningastöð úti í bæ. Hann segir óvíst hvað taki við hjá honum. „Um leið og maður losar sig úr hálfu starfi þarf maður að fara annars staðar inn,“ segir Kjartan Örvar sem er kominn vel á sextugsaldurinn. „Ég er orðinn 57 ára en er samt tilbúinn að fara utan,“ segir Kjartan Örvar. Hann bendir á að hið sama gildi um fjölmarga kollega á svipuðum aldri. Það sýni hve mikill pirringur sé í mönnum á spítalanum. „Við höfum allir unnið erlendis og vitum út í hvað við erum að fara. Þetta er engin óvissa. Við erum engir víkingar og vitum alveg hvað bíður okkar,“ segir Kjartan Örvar. Þótt það sé gott að búa á Íslandi þá gildi það um fleiri staði.Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum.Varla nokkur annar með þekkinguna Sigurður Ólafsson, settur yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítalanum, staðfestir í samtali við Vísi að Óttar Már Bergmann hafi einnig sagt upp störfum. Sigurður bendir á að sérgreinin, meltingalækningar, sé afar stór sérgrein innan lyflækninga sem sinni mjög breðiðum og stórum hópi sjúklinga. Auk almennra meltingarfæravandamála sinni þeir sérhæfðustu vandamálum og tilfellum á spítalanum. „Þarna er um að ræða þrjá framúrskarandi lækna sem hafa sagt upp. Þessir þrír hafa á undanförnum árum lagt fram gríðarlega mikilvæga og mikla vinnu á Landspítalanum,“ segir Sigurður. „Sum verkin sem þeir sinna eru þess eðlis að varla nokkur annar læknir í landinu hefur sömu þekkingu eða reynslu.“Voru áður átta til níu á deildinni Sigurður segir mikinn skaða fyrir heilbrigðiskerfið að missa læknana þrjá og það valdi sér verulegum áhyggjum. „Ég skil það vel að læknar, með sérþekkingu eins og þessir þrír, sjái sér ekki fært að vinna lengur við þau kjör sem eru í boði.“ Læknarnir þrír voru allir í 60 prósent stöðu við Landspítalann. Í uppsagnarbréfi Jóns Örvars kom fram að hann væri með 358 þúsund krónur í laun á spítalanum. Sigurður segir að þegar uppsagnirnar taka gildi muni verða eftir þrjú og hálft stöðugildi á deildinni á Landspítalanum. Fyrir læknaflóttann sem verið hafi undanfarin ár hafi deildin talið átta til níu lækna. Sigurður segist ekki vita til þess að fleiri á deildinni ætli að segja upp. Ástandið sé hins vegar slæmt enda séu læknarnir nú þegar störfum hlaðnir.
Tengdar fréttir „Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Tveir læknar á Landspítalanum birtu uppsagnarbréf sín á Facebook í gærkvöldi. 28. nóvember 2014 10:14