Pollarnir fá aðstoð frá Ham og Skálmöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. febrúar 2014 09:30 Pollapönk fær aðstoð frá Bibba úr Skálmöld og Óttari Proppé úr Ham í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. fréttablaðið/stefán „Bibbi úr Skálmöld og Óttar Proppé úr Ham ætla að syngja bakraddir með okkur á laugardagskvöldið,“ segir rauði pollinn, Haraldur Freyr Gíslason, söngvari og gítarleikari í Pollapönk. Það er því ljóst að hljómsveitirnar Pollapönk, Botnleðja, Dr. Spock, Ham og Skálmöld munu í fyrsta skipti í sögunni stíga saman á svið í Háskólabíó á laugardagskvöldið, þegar úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram. Pollarnir voru staðráðnir í að bæta atriðið sitt ef þeir kæmust í úrslit. „Það var alltaf planið að byggja ofan á atriðið ef við kæmumst áfram, nú erum við líka að nálgast regnbogafánann í litum,“ segir Haraldur. Alþingismaðurinn og gullbarkinn Óttar Proppé verður fjólublái pollinn og Bibbi (Snæbjörn Ragnarsson), verður appelsínuguli pollinn. „Appelsínuguli pollinn er svokallaður skyndihjálparpolli og mun hjálpa fólki í vanda. Fjólublái pollinn eða Alþingispollinn ætlar að gera Ísland að fordómalausri þjóð,“ útskýrir Haraldur. Pollapönk hefur æft af kappi frá því að sveitin komst áfram. „Við höfum æft daglega frá því við komumst áfram og tökum þetta gríðarlega alvarlega. Það skiptir okkur mjög miklu máli að gera þetta vel,“ segir Haraldur og bætir við að þeir geti vart beðið eftir því að stíga á svið. Óttar og Bibbi eru miklir rokkarar en líklega síst þekktir fyrir bakraddasöng. „Nú erum við með raddir í öllum regnbogans litum þannig að þetta verður litríkt og skemmtilegt.“ Það er þó enn óákveðið hvort Bibbi og Óttar verða með hljóðfæri á sér, en þeir munu pottþétt munda míkrafóninn af mikilli fagmennsku. „Þó að enginn af okkur hafi unnið söngvakeppni framhaldsskólanna þá lofa ég fögrum söng,“ segir Haraldur léttur í lundu. Þá hefur enn ekki verið ákveðið hvort bakraddasöngvararnir verði fullgildir meðlimir Pollapönks eftir Eurovision-flutninginn. „Þeir verða með okkur á laugardaginn en við sjáum svo til með framhaldið, við þurfum að sjá hvort þeir hafa pollaandann í sér. Þeir eru samt fordómalausir, ég finn það strax.“ Pollapönk flytur lagið Enga fordóma í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Bibbi úr Skálmöld og Óttar Proppé úr Ham ætla að syngja bakraddir með okkur á laugardagskvöldið,“ segir rauði pollinn, Haraldur Freyr Gíslason, söngvari og gítarleikari í Pollapönk. Það er því ljóst að hljómsveitirnar Pollapönk, Botnleðja, Dr. Spock, Ham og Skálmöld munu í fyrsta skipti í sögunni stíga saman á svið í Háskólabíó á laugardagskvöldið, þegar úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins fara fram. Pollarnir voru staðráðnir í að bæta atriðið sitt ef þeir kæmust í úrslit. „Það var alltaf planið að byggja ofan á atriðið ef við kæmumst áfram, nú erum við líka að nálgast regnbogafánann í litum,“ segir Haraldur. Alþingismaðurinn og gullbarkinn Óttar Proppé verður fjólublái pollinn og Bibbi (Snæbjörn Ragnarsson), verður appelsínuguli pollinn. „Appelsínuguli pollinn er svokallaður skyndihjálparpolli og mun hjálpa fólki í vanda. Fjólublái pollinn eða Alþingispollinn ætlar að gera Ísland að fordómalausri þjóð,“ útskýrir Haraldur. Pollapönk hefur æft af kappi frá því að sveitin komst áfram. „Við höfum æft daglega frá því við komumst áfram og tökum þetta gríðarlega alvarlega. Það skiptir okkur mjög miklu máli að gera þetta vel,“ segir Haraldur og bætir við að þeir geti vart beðið eftir því að stíga á svið. Óttar og Bibbi eru miklir rokkarar en líklega síst þekktir fyrir bakraddasöng. „Nú erum við með raddir í öllum regnbogans litum þannig að þetta verður litríkt og skemmtilegt.“ Það er þó enn óákveðið hvort Bibbi og Óttar verða með hljóðfæri á sér, en þeir munu pottþétt munda míkrafóninn af mikilli fagmennsku. „Þó að enginn af okkur hafi unnið söngvakeppni framhaldsskólanna þá lofa ég fögrum söng,“ segir Haraldur léttur í lundu. Þá hefur enn ekki verið ákveðið hvort bakraddasöngvararnir verði fullgildir meðlimir Pollapönks eftir Eurovision-flutninginn. „Þeir verða með okkur á laugardaginn en við sjáum svo til með framhaldið, við þurfum að sjá hvort þeir hafa pollaandann í sér. Þeir eru samt fordómalausir, ég finn það strax.“ Pollapönk flytur lagið Enga fordóma í Háskólabíói á laugardagskvöldið.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira