Krefst þess að Landsnet fjarlægi háspennulínurnar Haraldur Guðmundsson skrifar 12. desember 2014 07:30 Háspennulínur Landsnets liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði. Vísir/GVA Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að Landsnet fjarlægi háspennulínur í landi bæjarins og segir þær hamla eðlilegri þróun sveitarfélagsins. Ályktun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórninni á miðvikudag. „Við erum að fara fram á að staðið verði við samkomulag frá 2009 um flutning á línum sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið og fara í gegnum nýja hverfið Skarðshlíð þar sem búið er að leggja götur og setja upp staura,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Haraldur sendi fyrirtækinu bréf í byrjun desember þar sem hann óskar eftir viðræðum um línurnar og tengir þær við umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. „Við óskum eftir því að fyrirtækið útskýri hvaða forsendur hafi breyst frá samkomulaginu 2009 og réttlæti að Landsnet hafi frestað þessum framkvæmdum. Það er mjög mikilvægt að þessar línur verði fjarlægðar svo við getum haldið áfram með uppbyggingu á svæðinu,“ segir Haraldur. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir fyrirtækið hafa fullan hug á að standa við samkomulagið og hefja viðræður við bæjaryfirvöld. „Það var gerður viðauki við samninginn í október 2012 og þá var farið yfir allar þessar forsendur sem meira og minna tengjast því að flutningsþörfin inn á svæðið jókst hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum fullan skilning á stöðu Hafnarfjarðarbæjar og í samningnum er gert ráð fyrir að við byggjum ný mannvirki, eigi síðar en 2020, sem þurfa að rísa svo línurnar geti farið,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Bygging Suðurnesjalínu 2 er í raun og veru fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmdaröð og því erum við að þrýsta á að fá leyfi fyrir henni.“ Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að Landsnet fjarlægi háspennulínur í landi bæjarins og segir þær hamla eðlilegri þróun sveitarfélagsins. Ályktun þess efnis var samþykkt í bæjarstjórninni á miðvikudag. „Við erum að fara fram á að staðið verði við samkomulag frá 2009 um flutning á línum sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið og fara í gegnum nýja hverfið Skarðshlíð þar sem búið er að leggja götur og setja upp staura,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Haraldur sendi fyrirtækinu bréf í byrjun desember þar sem hann óskar eftir viðræðum um línurnar og tengir þær við umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. „Við óskum eftir því að fyrirtækið útskýri hvaða forsendur hafi breyst frá samkomulaginu 2009 og réttlæti að Landsnet hafi frestað þessum framkvæmdum. Það er mjög mikilvægt að þessar línur verði fjarlægðar svo við getum haldið áfram með uppbyggingu á svæðinu,“ segir Haraldur. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir fyrirtækið hafa fullan hug á að standa við samkomulagið og hefja viðræður við bæjaryfirvöld. „Það var gerður viðauki við samninginn í október 2012 og þá var farið yfir allar þessar forsendur sem meira og minna tengjast því að flutningsþörfin inn á svæðið jókst hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir í kjölfar efnahagshrunsins. Við höfum fullan skilning á stöðu Hafnarfjarðarbæjar og í samningnum er gert ráð fyrir að við byggjum ný mannvirki, eigi síðar en 2020, sem þurfa að rísa svo línurnar geti farið,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Bygging Suðurnesjalínu 2 er í raun og veru fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmdaröð og því erum við að þrýsta á að fá leyfi fyrir henni.“
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira