Töfrandi og góð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 10:00 Eyrún Anna Tryggvadóttir er Viktoría töfrakona. Hér er hún með hrafninum Krummu. mynd/gva Eyrún Anna Tryggvadóttir á sér tvö andlit. Annað sýnir góðhjartaðan viðskiptafræðing úr Árbænum en hitt rammgöldrótta og gullslegna töfrakonu. Viktoría töfrakona er sannarlega töfrandi. Hún er með ljóst slegið hár, í gylltum gammósíum og gullfallegum töfrahetjubúningi. Viktoría tók sér óvænt bólfestu í lífi Eyrúnar í byrjun sumars þegar Eyrún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. „Þá hafði ég hugsað mér að taka árshlé til að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt áður en ég héldi utan til framhaldsnáms og taldi mig vera gabbaða í falda myndavél,“ segir Eyrún og vísar í fund á Café París með töframanninum Einari Mikael. „Við Einar vorum kunningjar og ég hafði eitt sinn aðstoðað hann við töfrabrögð á Degi rauða nefsins. Á Café París lagði hann niður plön sín fyrir árið, sagðist verða með töfrahetjuþætti á Stöð 2 með haustinu og að sig vantaði töfrakonu sem góða fyrirmynd fyrir stúlkur. Ég varð auðvitað meira en undrandi en þegar Einar sannfærði mig um að ég smellpassaði í hlutverkið gat ég ekki annað en tekið þessu tilboði.“ Við tóku töfraherbúðir þar sem Eyrún lærði allt frá spilagöldrum upp í stór töfraatriði sem innihalda flóknustu sjónhverfingar. „Skyndilega var ég stödd í raunverulegum töfraheimi þar sem hver dagur er ævintýr. Ég hefði ekki á nokkurn hátt getað spáð þessu en í dag er ég töfrakona sem skemmtir með dýrum og börnum og það gerir lífið einmitt svo skemmtilegt; að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Gott að gleðja börnin Eyrún segir forréttindi að geta glatt aðra og komið fólki á óvart með töfrabrögðum. „Að hitta börn og sjá þau hrífast með töfrunum er virkilega gefandi og fyrir það er ég þakklát hvern einasta dag.“ Einar Mikael lagði til að Eyrún stykki beint út í djúpu laugina sem Viktoría töfrakona. „Þá fórum við til Grænlands þar sem ég stóð ein á sviðinu og töfraði á stórum sýningum og í heimsókn á heimili munaðarlausra barna. Eftir sýningarnar, þegar börnin vildu setjast hjá mér, knúsa mig og spjalla, hugsaði ég: „Ókei, það er ekkert annað sem ég vildi vera að gera akkúrat núna.“ Og þegar vinnudagarnir eru langir hugsa ég iðulega til Grænlands og finn að þetta margborgar sig. Því sem maður skilur eftir hjá börnunum munu þau aldrei gleyma.“ Viktoría varð fyrir valinu sem sviðsnafn Eyrúnar. „Einar hvatti mig til að taka mér sviðsnafn til að vernda einkalífið. Ég er aðeins farin að finna fyrir því að börn þekki mig á götum úti en það vissi ég að yrði í upphafi og er alveg tilbúin í.“Eyrún í hlutverki Viktoríu töfrakonu með talandi páfagauka.Skóli lífsins dýrmætur Töfralíf Viktoríu hefur undið hratt upp á sig og segist Eyrún vera í hlutverkinu af lífi og sál. „Mér liggur ekkert á að fara strax í framhaldsnám því maður er aldrei of gamall til að setjast á skólabekk. Ég væri líka til í að hasla mér völl á sviði sjónvarpsþáttagerðar því ég hef lært mikið af hæfileikaríku fólki á bak við tjöldin við gerð töfraþáttanna. Þannig er skóli lífsins dýrmætur líka og þar hef ég lært meira á þremur mánuðum en á síðustu þremur árum í háskóla.“ Helstu áhugamál Eyrúnar eru heilsusamlegt líferni, ferðalög, fjallgöngur, útivist og samvistir með kærastanum og stórum vinkvennahópi. „Svo hef ég vitaskuld nýtilkominn áhuga á töfrabrögðum,“ segir hún hlæjandi. „Það kom mér á óvart hversu mikið töfraæði er á Íslandi og hvað fólk á öllum aldri hefur gaman af töfrum. Töfrabrögð gera lífið einfaldlega skemmtilegra og á hverri einustu sýningu skynjar maður þakklæti áhorfenda.“Fyndnir samstarfsfélagar Eyrún tók þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 2011 og varð í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík sama ár. „Það var spennandi lífsreynsla sem nýtist mér vel núna þegar ég þarf að standa fyrir framan myndavélarnar.“ Hún segir töfrakonur þurfa að vera vel á sig komnar. „Maður þarf að hoppa úr og ofan í kassa, skríða, svífa og fleira en líka að vera brosandi og hress því sú útgeislun smitast yfir til áhorfenda.“ Eyrúnu gekk vel að læra sjónhverfingar undir handleiðslu Einars Mikaels. „Einar er afbragðs kennari og æfingin skapar meistarann. Meðan á náminu stóð vildi ég í aðra röndina ekki vita hvernig hulunni var svipt af þeim. Mér þykir líka skondið að heimavinnan fyrir fáeinum mánuðum var að gera viðskiptaáætlanir en heimavinnan nú er að gera töfrabrögð fyrir fjölskylduna.“ Samstarf þeirra Eyrúnar og Einars Mikaels er gott. „Einar er frábær yfirmaður þótt við lítum frekar á okkur sem samstarfsfélaga. Hann hefur kennt mér margt, eins og að vera jákvæð og líta á vandamál sem tækifæri. Það er gaman að vinna með Einari og hann er fylginn sér og hikar ekki þegar kemur að hugmyndum sem öðrum þræði eru óyfirstíganlegar.“ Eyrún segir vinnu með dýrum gera vinnudaginn 100 prósent skemmtilegri. „Sú vinna hefur oft verið hlægileg en líka erfið. Við erum með sirkushund sem gerir kúnstir, hest sem ég læt leggjast, talandi páfagauka í snúsnú og hrafninn Krummu sem mér þótti í fyrstu óhugnanleg en er svo fluggáfuð að sýni maður henni eitthvað einu sinni er hún búin að læra það um leið.“ Hér sést töframaðurinn Einar Mikael framkvæma flókna sjónhverfingu á Viktoríu töfrakonu.Bjargaði lífi manns Á fermingarárinu drýgði Eyrún hetjudáð ásamt tveimur vinkonum sínum. „Þá vorum við að koma inn í blokk hjá vinkonu minni og heyrðum neyðaróp úr kjallaranum. Upp kom maður sem hafði skorið sig illa á ljósaperu og rifið í sundur slagæð, taugar og vöðva. Á einni mínútu breyttumst við í litlar og læknakunnandi hetjur, fórum með manninn niður, fundum handklæði, bundum um sárið, héldum hendinni uppi, hringdum á sjúkrabíl, kældum hann og héldum með meðvitund á meðan beðið var eftir sjúkraliði. Við vorum örugglega á réttum stað á réttum tíma því manninum var að blæða út þegar sjúkrabíllinn kom og eftirminnilega góð tilfinning þegar allt fór á endanum vel. Þarna munaði mjóu og fyrir björgunina fengum við nammikörfur frá fjölskyldu mannsins.“ Sýning aldarinnar Töfrahetjurnar Viktoría töfrakona og Einar Mikael töframaður standa fyrir Sýningu aldarinnar í Háskólabíói 23. og 26. október. Þar verða sýnd ótrúleg töfrabrögð og sjónhverfingar með hæfileikaríkum töfradýrum og frábærum dönsurum. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Eyrún Anna Tryggvadóttir á sér tvö andlit. Annað sýnir góðhjartaðan viðskiptafræðing úr Árbænum en hitt rammgöldrótta og gullslegna töfrakonu. Viktoría töfrakona er sannarlega töfrandi. Hún er með ljóst slegið hár, í gylltum gammósíum og gullfallegum töfrahetjubúningi. Viktoría tók sér óvænt bólfestu í lífi Eyrúnar í byrjun sumars þegar Eyrún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. „Þá hafði ég hugsað mér að taka árshlé til að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt áður en ég héldi utan til framhaldsnáms og taldi mig vera gabbaða í falda myndavél,“ segir Eyrún og vísar í fund á Café París með töframanninum Einari Mikael. „Við Einar vorum kunningjar og ég hafði eitt sinn aðstoðað hann við töfrabrögð á Degi rauða nefsins. Á Café París lagði hann niður plön sín fyrir árið, sagðist verða með töfrahetjuþætti á Stöð 2 með haustinu og að sig vantaði töfrakonu sem góða fyrirmynd fyrir stúlkur. Ég varð auðvitað meira en undrandi en þegar Einar sannfærði mig um að ég smellpassaði í hlutverkið gat ég ekki annað en tekið þessu tilboði.“ Við tóku töfraherbúðir þar sem Eyrún lærði allt frá spilagöldrum upp í stór töfraatriði sem innihalda flóknustu sjónhverfingar. „Skyndilega var ég stödd í raunverulegum töfraheimi þar sem hver dagur er ævintýr. Ég hefði ekki á nokkurn hátt getað spáð þessu en í dag er ég töfrakona sem skemmtir með dýrum og börnum og það gerir lífið einmitt svo skemmtilegt; að maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Gott að gleðja börnin Eyrún segir forréttindi að geta glatt aðra og komið fólki á óvart með töfrabrögðum. „Að hitta börn og sjá þau hrífast með töfrunum er virkilega gefandi og fyrir það er ég þakklát hvern einasta dag.“ Einar Mikael lagði til að Eyrún stykki beint út í djúpu laugina sem Viktoría töfrakona. „Þá fórum við til Grænlands þar sem ég stóð ein á sviðinu og töfraði á stórum sýningum og í heimsókn á heimili munaðarlausra barna. Eftir sýningarnar, þegar börnin vildu setjast hjá mér, knúsa mig og spjalla, hugsaði ég: „Ókei, það er ekkert annað sem ég vildi vera að gera akkúrat núna.“ Og þegar vinnudagarnir eru langir hugsa ég iðulega til Grænlands og finn að þetta margborgar sig. Því sem maður skilur eftir hjá börnunum munu þau aldrei gleyma.“ Viktoría varð fyrir valinu sem sviðsnafn Eyrúnar. „Einar hvatti mig til að taka mér sviðsnafn til að vernda einkalífið. Ég er aðeins farin að finna fyrir því að börn þekki mig á götum úti en það vissi ég að yrði í upphafi og er alveg tilbúin í.“Eyrún í hlutverki Viktoríu töfrakonu með talandi páfagauka.Skóli lífsins dýrmætur Töfralíf Viktoríu hefur undið hratt upp á sig og segist Eyrún vera í hlutverkinu af lífi og sál. „Mér liggur ekkert á að fara strax í framhaldsnám því maður er aldrei of gamall til að setjast á skólabekk. Ég væri líka til í að hasla mér völl á sviði sjónvarpsþáttagerðar því ég hef lært mikið af hæfileikaríku fólki á bak við tjöldin við gerð töfraþáttanna. Þannig er skóli lífsins dýrmætur líka og þar hef ég lært meira á þremur mánuðum en á síðustu þremur árum í háskóla.“ Helstu áhugamál Eyrúnar eru heilsusamlegt líferni, ferðalög, fjallgöngur, útivist og samvistir með kærastanum og stórum vinkvennahópi. „Svo hef ég vitaskuld nýtilkominn áhuga á töfrabrögðum,“ segir hún hlæjandi. „Það kom mér á óvart hversu mikið töfraæði er á Íslandi og hvað fólk á öllum aldri hefur gaman af töfrum. Töfrabrögð gera lífið einfaldlega skemmtilegra og á hverri einustu sýningu skynjar maður þakklæti áhorfenda.“Fyndnir samstarfsfélagar Eyrún tók þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 2011 og varð í öðru sæti í Ungfrú Reykjavík sama ár. „Það var spennandi lífsreynsla sem nýtist mér vel núna þegar ég þarf að standa fyrir framan myndavélarnar.“ Hún segir töfrakonur þurfa að vera vel á sig komnar. „Maður þarf að hoppa úr og ofan í kassa, skríða, svífa og fleira en líka að vera brosandi og hress því sú útgeislun smitast yfir til áhorfenda.“ Eyrúnu gekk vel að læra sjónhverfingar undir handleiðslu Einars Mikaels. „Einar er afbragðs kennari og æfingin skapar meistarann. Meðan á náminu stóð vildi ég í aðra röndina ekki vita hvernig hulunni var svipt af þeim. Mér þykir líka skondið að heimavinnan fyrir fáeinum mánuðum var að gera viðskiptaáætlanir en heimavinnan nú er að gera töfrabrögð fyrir fjölskylduna.“ Samstarf þeirra Eyrúnar og Einars Mikaels er gott. „Einar er frábær yfirmaður þótt við lítum frekar á okkur sem samstarfsfélaga. Hann hefur kennt mér margt, eins og að vera jákvæð og líta á vandamál sem tækifæri. Það er gaman að vinna með Einari og hann er fylginn sér og hikar ekki þegar kemur að hugmyndum sem öðrum þræði eru óyfirstíganlegar.“ Eyrún segir vinnu með dýrum gera vinnudaginn 100 prósent skemmtilegri. „Sú vinna hefur oft verið hlægileg en líka erfið. Við erum með sirkushund sem gerir kúnstir, hest sem ég læt leggjast, talandi páfagauka í snúsnú og hrafninn Krummu sem mér þótti í fyrstu óhugnanleg en er svo fluggáfuð að sýni maður henni eitthvað einu sinni er hún búin að læra það um leið.“ Hér sést töframaðurinn Einar Mikael framkvæma flókna sjónhverfingu á Viktoríu töfrakonu.Bjargaði lífi manns Á fermingarárinu drýgði Eyrún hetjudáð ásamt tveimur vinkonum sínum. „Þá vorum við að koma inn í blokk hjá vinkonu minni og heyrðum neyðaróp úr kjallaranum. Upp kom maður sem hafði skorið sig illa á ljósaperu og rifið í sundur slagæð, taugar og vöðva. Á einni mínútu breyttumst við í litlar og læknakunnandi hetjur, fórum með manninn niður, fundum handklæði, bundum um sárið, héldum hendinni uppi, hringdum á sjúkrabíl, kældum hann og héldum með meðvitund á meðan beðið var eftir sjúkraliði. Við vorum örugglega á réttum stað á réttum tíma því manninum var að blæða út þegar sjúkrabíllinn kom og eftirminnilega góð tilfinning þegar allt fór á endanum vel. Þarna munaði mjóu og fyrir björgunina fengum við nammikörfur frá fjölskyldu mannsins.“ Sýning aldarinnar Töfrahetjurnar Viktoría töfrakona og Einar Mikael töframaður standa fyrir Sýningu aldarinnar í Háskólabíói 23. og 26. október. Þar verða sýnd ótrúleg töfrabrögð og sjónhverfingar með hæfileikaríkum töfradýrum og frábærum dönsurum.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira