Bárðarbunga gæti tæmt sig á sólarhring Svavar Hávarðsson skrifar 27. september 2014 13:21 Ármann Höskuldsson Vísi/Auðunn/Egill Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp Bárðarbunga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Bárðarbunga gæti tæmt kvikuhólfið undir fjallinu á einum til tveimur sólarhringum, ef til stórs sprengigoss kæmi. Askan sem félli við slíkan atburð yrði til vandræða í allt að tvö ár eftir að gosi lyki. Þetta kom fram í máli Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um síðustu helgi, en þar spurðu fundarmenn Ármann hvað myndi gerast ef allt færi á versta veg. „Stærsta, og versta, eldgosið sem þarna getur komið upp verður búið á örskömmum tíma. Hérna er ég að tala um risastórt gos, en kosturinn er að fjallið er langt inni í landi og langt frá öllum. Með þessu kæmu verstu flóðin sem búið er að teikna upp í þessari sviðsmynd og Jökulsá myndi fjörutíufalda vatnsmagn sitt með tilheyrandi tjóni á mannvirkjum,“ segir Ármann en bætir við að, þó að það sé eins og öfugmælavísa, þá sé slíkt gos ekki svo slæmt þrátt fyrir allt. „Það verður auðvitað skelfilegt myrkur, en á undanförnum árum hefur fólk á Suðurlandi upplifað þetta sama. Þetta verður ekkert mikið öðruvísi því byggð ból eru það langt frá fjallinu.“ Ármann segist ekki að ástæðulausu hafa gert grein fyrir því á fundinum hvers Bárðarbunga er megnug, og allir þurfi að hafa þetta hugfast, ekki síst þeir sem telja sig eiga erindi að gosstöðvunum. „Menn verða að vera undir þetta búnir – þetta verður hryllilegt á meðan á því stendur en kosturinn er kannski að þurfa ekki að hafa þetta hangandi yfir sér í áratug.“ Spurður nánar um hvernig eldgos af þessari stærðargráðu gæti litið út, þá segir Ármann að gosmökkurinn færi í allt að 30 kílómetra hæð, enda væri fjallið að ryðja frá sér gríðarlegu magni af gosefnum á skömmum tíma; allt að milljarði tonna. En þó að Bárðarbunga myndi ryðja úr sér á sólarhring eða tveimur, þá þýðir það hins vegar ekki að þá væri umbrotunum fyrir norðan jökulinn endilega lokið. „Þessi kvika sem er að koma upp fyrir norðan jökulsporðinn er að koma dýpra að, meira og minna. Sprengigos í Bárðarbungu kæmi úr grynnra kvikuhólfi. Það versta myndi klára sig, en svo gætu menn haft hraungos sullandi í einhvern tíma sem skapa enga meiri hættu en er frá gasinu sem kemur upp núna,“ segir Ármann.Sprengigos Ármann nefnir, með fyrirvörum, eldgosið í Pinatubo á Filippseyjum árið 1991, til að gefa hugmynd um risagos í Bárðarbungu. nordicphotos/afp
Bárðarbunga Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira