Lögreglan skráir ekki stjórnmálaskoðanir fólks Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:03 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira