Lögreglan skráir ekki stjórnmálaskoðanir fólks Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:03 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira